Innlent

Biden og Obama ræddu um Ísland

Biden og Obama ræddu nýverið um Ísland. Mynd/AP
Biden og Obama ræddu nýverið um Ísland. Mynd/AP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, varaforseti, ræddu nýverið um árangur Íslendinga á vettvangi hreinnar orku sem og tæknikunnátta Íslendinga. Þetta kom fram í samtali varaforsetans og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í kvöldverðarboði í gær þar sem þeir voru meðal gesta.

Í tilkynningu frá forsetaembættinu segir að Biden og Ólafur Ragnar hafi báðir flutt ávarp í boðinu sem haldið var í hátíðarsal bandaríska utanríkisráðuneytisins í Washington. Kvöldverðinn sóttu um 300 leiðtogar í bandarísku atvinnulífi og orkumálum, forystumenn verkalýðssamtaka og stjórnendur háskóla og sérfræðistofnana.

Ólafur Ragnar hefur undanfarna daga átt viðræður við fjölmarga þjóðarleiðtoga og áhrifafólk í alþjóðamálum, fjármálalífi og orkuframleiðslu. Í tilkynningunni segir að í þeim viðræðum hafi komið fram mikil vinsemd og virðing í garð Íslendinga og stuðningur við þá á tímum kreppu og erfiðleika. Þjóðin eigi fjölmörg tækifæri til að styrkja stöðu sína á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×