Innlent

Togbátur í vanda á Breiðafirði

Hundrað og áttatíu tonna togbátur lenti í erfiðleikum á Breiðafirði í gærkvöldi og kallaði skipstjóri eftir aðstoð. Björgunarskip Landsbjargar frá Rifi hélt að bátnum og fylgdi honum til Ólafsvíkur í nótt. Þokkalegt veður var á svæðinu og voru skipverjar ekki í hættu. Ekki liggur fyrir hvað var að um borð í togbátnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×