Innlent

Fulltrúar AGS funduðu um fjármál sveitarfélaga

Mynd/samgonguraduneyti.is
Mynd/samgonguraduneyti.is
Nefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum átti í vikunni fund með fulltrúum samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál og fjármál sveitarfélaga.

Fulltrúar AGS á sviði greiðslustjórnunar og einkaframkvæmda opinberra aðila hafa dvalið hér undanfarna daga til að afla sér upplýsinga um hvernig þeim málum er háttað hjá ríki og sveitarfélögum.

Fram kemur á vef samgönguráðuneytisins að á fundinum hafi fulltrúar sjóðsins verið fræddir um starf og verkefni samráðsnefndarinnar. Nefndinni er meðal annars ætla að greina þróun og fjárhagsstöðu sveitarfélaga, leggja fram tillögur um að styrkja fjármálastjórn þeirra og veita sveitarfélögum ráðgjöf varðandi aðkomu þeirra að hagstjórninni.

Richard Allen, John Gardner, Timothy Irwin og Greetje Everaert sátu fundinn fyrir hönd AGS. Þar var einnig Kjartan Hauksson, frá fjármálaráðuneytinu, og að hálfu samráðsnefndarinnar sátu fundinn þeir Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur í samgönguráðuneytinu, Sigurður Snævarr, borgarhagfræðingur, Rafn Sigurðsson, frá fjármálaráðuneytinu, og Benedikt Valsson, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×