Jón Ásgeir: Morgunblaðið fórnar mikilli fagmennsku Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. september 2009 19:12 Jón Ásgeir Jóhannesson segir að breytingarnar á Morgunblaðinu séu góðar fyrir Fréttablaðið. Mynd/ Anton Brink. „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi. Eins og kunnugt er var tilkynnt í dag að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Þá hafa skipulagsbreytingar í för með sér að 40 manns missa störf sín og sunnudagsútgáfa blaðsins verður færð fram á laugardagsmorgun. „Ég held að Mogginn sé að fórna mikilli fagmennsku, auk þess sem Mogginn er greinilega líka að minnka þjónustu við lesendur með því að hætta einum útgáfudegi," segir Jón Ásgeir. Hann segir því að varla sé hægt að halda því fram að þessi aðgerð auki trúverðugleika Morgunblaðsins og vísar í orð starfsmanna blaðsins máli sínu til stuðnings. Fagmennska og rekstrarleg afkoma muni skipta minna máli og víki fyrir því að skoðanir lítils hóps innan Sjálfstæðisflokksins verði bornar á borð. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson hafa eldað saman grátt silfur um árabil og þá ekki síst þann tíma þegar Davíð var forsætisráðherra. Menn hljóta því að spyrja sig hvort framhald verði á. „Það kæmi mér ekki á óvart að slíkir taktar myndu sjást," segir Jón Ásgeir aðspurður hvort hann óttist að hann sjálfur lendi í einhverri orrahríð nú þegar Davíð sest í ritstjórastól Morgunblaðsins. Jón Ásgeir segir að Morgunblaðið og allt sem í því standi verði sammerkt Davið Oddssyni. „Þjóðin hefur þekkt hann og hans takta í fleiri áratugi og það vita það allir sem til hans þekkja að hann er maðurinn sem hefur síðasta orðið í sínum húsum," segir Jón Ásgeir. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi. Eins og kunnugt er var tilkynnt í dag að Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen hefðu verið ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins. Þá hafa skipulagsbreytingar í för með sér að 40 manns missa störf sín og sunnudagsútgáfa blaðsins verður færð fram á laugardagsmorgun. „Ég held að Mogginn sé að fórna mikilli fagmennsku, auk þess sem Mogginn er greinilega líka að minnka þjónustu við lesendur með því að hætta einum útgáfudegi," segir Jón Ásgeir. Hann segir því að varla sé hægt að halda því fram að þessi aðgerð auki trúverðugleika Morgunblaðsins og vísar í orð starfsmanna blaðsins máli sínu til stuðnings. Fagmennska og rekstrarleg afkoma muni skipta minna máli og víki fyrir því að skoðanir lítils hóps innan Sjálfstæðisflokksins verði bornar á borð. Jón Ásgeir og Davíð Oddsson hafa eldað saman grátt silfur um árabil og þá ekki síst þann tíma þegar Davíð var forsætisráðherra. Menn hljóta því að spyrja sig hvort framhald verði á. „Það kæmi mér ekki á óvart að slíkir taktar myndu sjást," segir Jón Ásgeir aðspurður hvort hann óttist að hann sjálfur lendi í einhverri orrahríð nú þegar Davíð sest í ritstjórastól Morgunblaðsins. Jón Ásgeir segir að Morgunblaðið og allt sem í því standi verði sammerkt Davið Oddssyni. „Þjóðin hefur þekkt hann og hans takta í fleiri áratugi og það vita það allir sem til hans þekkja að hann er maðurinn sem hefur síðasta orðið í sínum húsum," segir Jón Ásgeir.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira