Innlent

Vill að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Reykjavíkurflugvallar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorleifur Gunnlaugsson vill að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Reykjavíkurflugvallar. Mynd/ GVA.
Þorleifur Gunnlaugsson vill að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Reykjavíkurflugvallar. Mynd/ GVA.
Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, vill að kannaðir verði kostir þess að Reykjavíkurborg yfirtaki rekstur Reykjavíkurflugvallar. Þorleifur lagði fram tillögu þessa efnis í borgarráði í dag.

Flugstoðir, sem er opinbert hlutafélag, sér um rekstur Reykjavíkurflugvallar en nýlega sögðu Flugstoðir upp samningum við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um slökkvi- og björgunarþjónustu á flugvallarsvæðinu í Vatnsmýrinni. Það mál var rætt á fundi borgarráðs og samþykktu borgarráðsfulltrúar bókun þar sem lýst var áhyggjum af þessari ákvörðun Flugstoða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×