Innlent

Herjólfur heim eftir slippinn

Herjólfur Samgöngur færast nú til fyrra horfs.
Herjólfur Samgöngur færast nú til fyrra horfs.

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á heimleið eftir slipptöku á Akureyri. Hún fer fyrstu ferð sína á milli lands og Eyja nú í morgunsárið. Ferjan Baldur, sem leysti Herjólf af, snýr til baka og hefur á ný siglingar yfir Breiðafjörð.

Það má segja að vandræðatímabili sé lokið þar sem Baldur hentaði ekki vel til siglinga á leiðinni á þessum árstíma. Ferðir Baldurs féllu ítrekað niður og tafir urðu vegna þess að skipið hentaði ekki höfninni í Eyjum til affermingar.

Vestfirðingar hafa líka saknað Baldurs sem samgöngutækis. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×