Innlent

Allir fái að fjárfesta í orkunni

skúli helgason
skúli helgason

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, vill breyta lögum um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum en samkvæmt þeim mega aðeins aðilar innan EES eiga í íslenskum orkufyrirtækjum.

Kanadíska fyrirtækið Magma Energy fór auðveldlega í kringum þau lög við kaup á hlut í HS orku nýverið með stofnun eignar­haldsfélags í Svíþjóð.

Skúli segir í grein á bloggsíðu sinni að reglur verði að vera gagnsæjar og skýrar og mismuna ekki eftir þjóðerni. Þessi skoðun Skúla á, eftir sem áður, aðeins við um nýtingarrétt á orkuauðlindunum; hann vill að áfram verði tryggt að auðlindirnar sjálfar verði í þjóðareigu.- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×