Enski boltinn

Guðjóni tókst ekki að bjarga Crewe frá falli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe Alexandra.
Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe Alexandra. Mynd/Daníel

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Crewe féllu í dag úr ensku C-deildinni eftir 3-0 tap á móti deildarmeisturum Leicester. Öll mörk Leicester komu í seinni hálfleik.

Crewe var í góðum málum um tíma en vann ekki leik eftir 14. mars og fékk aðeins fjögur stig út úr síðustu tíu leikjum sínum. Eftir frábæran febrúar þar sem Guðjón Þórðarson var kosinn besti stjóri mánaðarins hrundi leikur liðsins.

Það gekk í raun allt Crewe í óhag í lokaumferðinni í dag og liðið hefði ekki bjargað sér þrátt fyrir sigur á móti Leicester. Brighton & Hove Albion og Carlisle United máttu ekki vinna sína leiki en unnu báða sína leiki.

Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Stockport og Carlisle United vann 2-0 sigur á Millwall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×