Enski boltinn

Stórleikir í átta-liða úrslitum enska deildarbikarsins

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið munu eigast við í átta-liða úrslitum enska deildarbikarsins. Hæst ber að bikarhafar Manchester United fá Tottenham í heimsókn og Manchester City tekur á móti Arsenal.

United vann Tottenham eimitt eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildarbikarsins á síðusta tímabili og því fá Harry Redknapp og lærisveinar hans í Tottenham kjörið tækifæri til þess að hefna fyrir það núna.

Það verða eflaust einnig margir leikmenn Arsenal í hefndarhug þegar þeir mæta Emmanuel Adebayor og liðsfélögum hans í City á Borgarleikvanginum í Manchester.

City vann Arsenal 4-2 í deildinni á þessu tímabili í mikið umtöluðum leik þar sem Adebayor fór mikinn gegn sínu gamla liði og því má búast við sama hasar þegar liðin mætast á nýjan leik.

Leikirnir í átta-liða úrslitunum fara fram í lok nóvember og byrjun desember.

Átta-liða úrslit deildarbikarsins:

Manchester United-Tottenham

Manchester City-Arsenal

Blackburn-Chelsea

Portsmouth-Aston Villa














Fleiri fréttir

Sjá meira


×