Fótbolti

Kristianstad fór langt með að tryggja sæti sitt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Stefán

Íslendingaliðið Kristianstad undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur vann Hammarby 3-1 í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðný Björk Óðinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad en Margrét Lára lagði upp þriðja mark liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir gat ekki leikið með liðinu vegna leikbanns.

Kristianstad er nú sex stigum fyrir ofan fallsæti og stendur því vel að vígi fyrir lokaleik sinn í deildinni gegn botnliðinu Stattena Helsingborg.

Piteå er í næst neðsta sæti deildarinnar og þarf að vinna báða leiki sína sem eftir eru og treysta á að Kristianstad tapi leik sínum um næstu helgi til þess að eygja von um að halda sæti sínu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×