Innlent

Frostavetur í atvinnuuppbyggingu verði Icesave-frumvarp ekki afgreitt

Icesave Sautján þingmenn voru á mælendaskrá á Alþingi við 2. umræðu um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar um kl. 18.20 í gær. Fundi var haldið áfram allt kvöldið.
Icesave Sautján þingmenn voru á mælendaskrá á Alþingi við 2. umræðu um Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar um kl. 18.20 í gær. Fundi var haldið áfram allt kvöldið.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að ýmislegt sem andstæðingar Icesave-frumvarps ríkisstjórnarinnar halda fram gangi fram af sér.

„Því hefur ítrekað verið haldið fram að íslenska ríkisstjórnin og þeir embættismenn, sem hafi verið í forsvari, gangi hagsmuna Breta og Hollendinga en ekki Íslendinga,“ sagði Jóhanna. „Auðvitað vita menn, sem halda þessu fram, að þetta er rangt og furðulegt að því skuli haldið fram í ræðustól hér á Alþingi.“

Jóhanna nefndi einnig að því væri haldið fram að það hefði engar afleiðingar að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið. „Auðvitað vita menn að þetta er rangt,“ sagði Jóhanna. „Ég held að menn væru að kalla yfir sig algjöran frostavetur í atvinnuuppbyggingu í vetur ef menn ætla að fara að láta þetta mál liggja,“ sagði forsætisráðherra.

Ef Tryggingarsjóður innistæðueigenda geti ekki staðið við skuldbindingar muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lánsfjármat ríkisins, sveitarfélaga og stórfyrirtækja.

„Við gætum verið að koma í veg fyrir allar þær stórframkvæmdir sem eru á döfinni,“ sagði Jóhanna. Hún sagði það sérstakt að kalla eftir lífsnauðsynlegri atvinnuuppbyggingu en vilja á sama tíma segja nei við Icesave-samningnum.

„Ég held að það fari ekki saman.“

- pg /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×