Umfjöllun: Þrumufleygar Blika sökktu Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júní 2009 00:01 Alfreð Finnbogason var á skotskónum fyrir Blikana í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í lokaleik áttundu umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var flott skemmtun og mörk Blika ákaflega glæsileg. Það voru þó gestirnir úr Garðabæ sem byrjuðu betur. Sóttu nokkuð stíft að marki Blika en þó án þess að skapa sér verulega góð færi enda varnarleikur Blika þéttur. Ingvar Kale virkaði þó eitthvað taugaóstyrkur í markinu. Blikarnir náðu um síðir tökum á miðjunni og um leið leiknum. Þeir fengu bestu færi hálfleiksins en tókst ekki að skora. Fyrst skallaði Kári Ársælsson yfir úr dauðafæri og svo skaut Arnar Grétarsson beint á Bjarna Þórð markvörð í upplögðu færi. Arnar var framarlega á miðjunni í kvöld með tvo vinnuþjarka fyrir aftan sig. Það skilaði sínu því sóknarleikur Blika var mun markvissari í kvöld en upp á síðkastið. Það var markalaust í leikhléi en Finnur Orri Margeirsson færði Stjörnunni mark á silfurfati í upphafi seinni hálfleiks. Hann hitti þá ekki boltann eftir útspark, Arnar Már komst í gegn og kláraði vel. Blikar spýttu enn frekar í lófana við markið og Alfreð Finnbogason jafnaði metin með stórkostlegu marki. Stjarnan náði ekki að hreinsa, Alfreð fékk boltann fyrir utan teig og klíndi honum í nærskeytin. Tíu mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson einnig með glæsilega langskoti. Aftur gekk Stjörnunni illa að hreinsa, Kristinn sá markvörðinn standa of framarlega og lyfti honum listavel yfir hann og í markið. Stjörnumenn áttu fínan endasprett en gekk illa að skapa sér færi. Steinþór var þó ekki fjarri því að jafna í uppbótartíma en skot hans fór í slána. Blikar fögnuðu gríðarlega góðum sigri sem þeir áttu skilið. Miðjan var þeirra lengstum, þeir sköpuðu betri færi en nýttu síðan langskotin. Varnarleikurinn var síðan þéttur. Stjörnumenn þurfa ekkert að örvænta þrátt fyrir tapið. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en gáfu of mikið eftir í kjölfar þess að þeir komust yfir. Miðjan var þó ekki nóg öflug og það vantaði fleiri svör þegar Blikum tókst að klippa Steinþór út úr spilinu. Breiðablik-Stjarnan 2-1 0-1 Arnar Már Björgvinsson (49.) 1-1 Alfreð Finnbogason (59.) 2-1 Kristinn Steindórsson (69.) Áhorfendur: 1.347Dómari: Jóhannes Valgeirsson 3. Skot (á mark): 12-15 (6-5)Varin skot: Ingvar 4 – Bjarni 3Horn: 9-5Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 5-2 Breiðablik (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Guðmann Þórisson 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (89., Haukur Baldvinsson -)Alfreð Finnbogason 7 - Maður leiksins. Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 4 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Bjarnason 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 5 Björn Pálsson 4 Birgir Hrafn Birgisson 3 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (76., Magnús Björgvinsson -) Halldór Orri Björnsson 4 Ellert Hreinsson 2 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Stjarnan. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13 Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26 Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 2-1 í lokaleik áttundu umferðar Pepsi-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn var flott skemmtun og mörk Blika ákaflega glæsileg. Það voru þó gestirnir úr Garðabæ sem byrjuðu betur. Sóttu nokkuð stíft að marki Blika en þó án þess að skapa sér verulega góð færi enda varnarleikur Blika þéttur. Ingvar Kale virkaði þó eitthvað taugaóstyrkur í markinu. Blikarnir náðu um síðir tökum á miðjunni og um leið leiknum. Þeir fengu bestu færi hálfleiksins en tókst ekki að skora. Fyrst skallaði Kári Ársælsson yfir úr dauðafæri og svo skaut Arnar Grétarsson beint á Bjarna Þórð markvörð í upplögðu færi. Arnar var framarlega á miðjunni í kvöld með tvo vinnuþjarka fyrir aftan sig. Það skilaði sínu því sóknarleikur Blika var mun markvissari í kvöld en upp á síðkastið. Það var markalaust í leikhléi en Finnur Orri Margeirsson færði Stjörnunni mark á silfurfati í upphafi seinni hálfleiks. Hann hitti þá ekki boltann eftir útspark, Arnar Már komst í gegn og kláraði vel. Blikar spýttu enn frekar í lófana við markið og Alfreð Finnbogason jafnaði metin með stórkostlegu marki. Stjarnan náði ekki að hreinsa, Alfreð fékk boltann fyrir utan teig og klíndi honum í nærskeytin. Tíu mínútum síðar skoraði Kristinn Steindórsson einnig með glæsilega langskoti. Aftur gekk Stjörnunni illa að hreinsa, Kristinn sá markvörðinn standa of framarlega og lyfti honum listavel yfir hann og í markið. Stjörnumenn áttu fínan endasprett en gekk illa að skapa sér færi. Steinþór var þó ekki fjarri því að jafna í uppbótartíma en skot hans fór í slána. Blikar fögnuðu gríðarlega góðum sigri sem þeir áttu skilið. Miðjan var þeirra lengstum, þeir sköpuðu betri færi en nýttu síðan langskotin. Varnarleikurinn var síðan þéttur. Stjörnumenn þurfa ekkert að örvænta þrátt fyrir tapið. Þeir spiluðu ágætlega á köflum en gáfu of mikið eftir í kjölfar þess að þeir komust yfir. Miðjan var þó ekki nóg öflug og það vantaði fleiri svör þegar Blikum tókst að klippa Steinþór út úr spilinu. Breiðablik-Stjarnan 2-1 0-1 Arnar Már Björgvinsson (49.) 1-1 Alfreð Finnbogason (59.) 2-1 Kristinn Steindórsson (69.) Áhorfendur: 1.347Dómari: Jóhannes Valgeirsson 3. Skot (á mark): 12-15 (6-5)Varin skot: Ingvar 4 – Bjarni 3Horn: 9-5Aukaspyrnur fengnar: 13-12Rangstöður: 5-2 Breiðablik (4-2-3-1)Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Guðmann Þórisson 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 6 Finnur Orri Margeirsson 4 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 5 Arnar Grétarsson 7 Kristinn Steindórsson 6 (89., Haukur Baldvinsson -)Alfreð Finnbogason 7 - Maður leiksins. Stjarnan (4-3-3) Bjarni Þórður Halldórsson 4 Guðni Rúnar Helgason 6 Daníel Laxdal 7 Tryggvi Bjarnason 6 Hafsteinn Rúnar Helgason 5 Björn Pálsson 4 Birgir Hrafn Birgisson 3 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Arnar Már Björgvinsson 6 (76., Magnús Björgvinsson -) Halldór Orri Björnsson 4 Ellert Hreinsson 2 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - Stjarnan. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13 Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26 Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Alfreð Finnbogason: Lykilleikur fyrir okkur Blikinn Alfreð Finnbogason var skæður á Kópavogsvelli í kvöld. Síógnandi, sterkur á boltanum og skoraði svo eitt af mörkum sumarsins. 22. júní 2009 22:13
Arnar Grétarsson: Herbalife heldur mér gangandi „Ég er alveg búinn á því. Ég er kominn með krampa í nárann, í hælinn og ég veit ekki hvað og hvað," sagði gamla brýnið Arnar Grétarsson eftir sigur Blika á Stjörnunni. 22. júní 2009 22:26
Bjarni Jóh.: Engar áhyggjur af framhaldinu „Mér fannst við koma miklu betur inn í leikinn en þeir. Áttum frumkvæðið lengi framan af fyrri hálfleik og það var synd að setja ekki eitt mark þá," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap hans manna gegn Blikum í kvöld. 22. júní 2009 22:20