Enski boltinn

Redknapp ætlar ekki að kaupa Cisse

Nordic Photos/Getty Images

Harry Redknapp stjóri Tottenham vísar því á bug að félagið sé á höttunum eftir franska framherjanum Djibril Cisse eins og fram hefur komið í breskum fjölmiðlum.

"Við erum ekki að spyrjast fyrir um einn eða neinn í augnablikinu. Hópurinn okkar stendur sig vel og þó okkur vanti kannski einn eða tvo leikmenn, förum við ekki að örvænta ef við fáum þá ekki því við erum með góðan hóp hérna," sagði Redknapp í samtali við Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×