Enski boltinn

Yorke til Ronaldo: Ekki ögra Sir Alex

AFP

Fyrrum Manchester United-maðurinn Dwight Yorke hefur gefið Cristiano Ronaldo gott heilræði. Reyndu ekki að ögra Sir Alex Ferguson - þú munt aldrei hafa betur.

Ronaldo vakti heimsathygli um helgina þegar hann fór í fýlu eftir að honum var skipt af leikvelli í sigri United á Manchester City.

Dwight Yorke veit allt um það hvernig er að vera í hundakofanum hjá Ferguson og segir að þó stundum sé gremjulegt að fá ekki að spila - þýði ekkert að deila við þann gamla.

"Það er allt að falla með United en svo fara menn að haga sér svona. Það var algjör óþarfi að henda frá sér treyjunni og setja upp fýlusvip. Stjórinn hefur ekki verið ánægður með þetta. Það er hann sem ræður," sagði Yorke í samtali við Sun.

"Það er eitt að fara til hans á skrifstofuna og ræða við hann ef þú ert ósáttur, en að láta svona fyrir framan milljónir í beinni útsendingu í sjónvarpinu gengur ekki. Það hefur ekki gert neitt annað en að reita Ferguson til reiði. Ég er viss um að hann hefur talað við Ronaldo og sagt honum hver ræður," sagði Yorke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×