Innlent

Vilja aukinn þorskkvóta

Stjórnir Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna skora á sjávarútvegsráðherra að auka verulega við útgefinn þorskkvóta. Félagsmenn segja að bein sókn í þorskstofninn sé um þessar mundir aðeins örlítið brot af því sem verið hefur í gegnum tíðina. Sjómenn séu almennt á einu máli um að ástand stofnsins sé mun betra en fram komi í gögnum Hafrannsóknarstofnunar, sem veiðiráðgjöfin er byggð á. Eins og fram kom í fréttum nýverið er þorskstofninn í Barentshafi í örum vexti þótt veitt hafi verið langt umfram ráðgjöf vísindamanna, svo árum skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×