Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Andri Ólafsson skrifar 13. september 2009 13:00 Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye var á skotskónum með 19 ára landsliðinu. Mynd/Stefán Hann var ekkert sérlega áferðafallegur, né skemmtilegur, fótboltinn sem Fylkismenn og Þróttarar buðu upp á í Árbænum í dag. Það var kannski ekki við öðru að búast af Þrótturum enda þeir fallnir um deild en Fylkismenn komu á óvart með áhugaleysi sínu framan af. Fyrri hálfleikur var að mestu tíðindalaus fyrir utan nokkur hálffæri sem bæði lið náðu að skapa sér. Fylkismenn fengu sínu fleiri en þeir náðu samt aldrei að opna vörn Þróttara upp á gátt. Þróttarar reyndu að sitja til baka og sækja hratt þegar þeir unnu boltann en til þess að það beri árangur þurfa Magnús Lúðvíksson og Hafþór Ægir að sýna betri leik en þeir gerðu í dag. Staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikur var öllu betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Baráttan sem hefur skilað þeim meirihlutanum af þeim stigum sem þeir hafa fengið í sumar fór að sjást og Þróttarar létu smátt og smátt undan þrýstingi. Það var svo á 54. mínútu að markið kom loksins hjá Fylkismönnum en hurð hafði oft skollið nærri hælum fram að því. Fín sókn leiddi til þess að Ingimundur Níels fékk boltann í fæturnar rétt fyrir utan teig, vinstra megin. Hann sótti að marki en renndi boltanum svo inn fyrir vörn Þróttara þar sem Albert Ingason var mættur, en vörn Þróttara hafði reynt að spila hann rangstæðan. Það gekk ekki og Albert setti boltan framjá Henryk og í netið. Það er ekki hægt að segja að sigur Fylkismanna hafi verið í hættu eftir þetta enda lítið fyrir Þróttara að spila upp á annað en stoltið. Fylkismenn bættu fljótlega öðru marki við en þar var að verki hinn efnilega Pape Mamadou Faye með sitt fyrsta mark í sumar. Pape fagnaði gríðarlega enda lýsti hann því í viðtali við Visi eftir leik að hann hefði verið orðinn afar óþreyjufullur eftir fyrsta markinu sínu. Síðustu mínútur leiksins voru opnar og bæði lið fengu færi til að skora mörk. Þróttarar virtust samt margir eingöngu vera að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Sem fyrr segir var Rafn Andri yfirburðarmaður í þeirra liði. Aðrir Þróttarar áttu ekkert sérstakan dag. Þrátt fyrir sigurinn voru Fylkismenn langt frá sínu besta í dag. Stemninginn var ekki til staðar löngum stundum og Fylkismenn vita það manna best að án baráttunnar eru þeir ekki líklegir til afreka. Fylkismenn gerðu hins vegar fá mistök í leiknum og góðu kaflarnir þeirra nægðu til að klára Þróttara. Þeirra bestu menn í sumar, Kjartan Ágúst, Ingimundur og Ásgeir Börkur voru ekki alveg upp á sitt besta í dag en í staðinn steig Valur Fannar vel upp og átti góðan leik. Hann dreifði spilinu vel og var fastur fyrir í öllum sínum aðgerðum. Svo fastur að Þróttarar lágu margoft í valnum eftir viðskipti sín við hann.Fylkir - Þróttur 2-01-0 Albert Brynjar Ingason (54.) 2-0 Pape Mamadou Faye (67.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 842 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 16-13 (8-6) Varin skot: Ólafur 6 - Henryk 6. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 9-7 Rangstöður: 3-0 Fylkir (4-1-4-1): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 (65. Pape Mamadou Faye) 7Valur Fannar Gíslason 7 (ML)Ingimundur Níels Óskarsson 7 (65. Jóhann Þórhallsson) 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Albert Brynjar Ingason 6 Þróttur (4-2-3-1): Henryk Boeker 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Runólfur Sveinn Sigmundsson 5 Dennis Danry 4 Þórður Steinn Hreiðarsson 5 (81. Birkir Pálsson -) Hallur Hallsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 5 (67. Andrés Vilhjálmsson) 5 Rafn Andri Haraldsson 7 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (67. Oddur Ingi Guðmundsson) 5 Samuel Malson 6 Leiknum var lýst beint hér á Vísi. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Þróttur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Hann var ekkert sérlega áferðafallegur, né skemmtilegur, fótboltinn sem Fylkismenn og Þróttarar buðu upp á í Árbænum í dag. Það var kannski ekki við öðru að búast af Þrótturum enda þeir fallnir um deild en Fylkismenn komu á óvart með áhugaleysi sínu framan af. Fyrri hálfleikur var að mestu tíðindalaus fyrir utan nokkur hálffæri sem bæði lið náðu að skapa sér. Fylkismenn fengu sínu fleiri en þeir náðu samt aldrei að opna vörn Þróttara upp á gátt. Þróttarar reyndu að sitja til baka og sækja hratt þegar þeir unnu boltann en til þess að það beri árangur þurfa Magnús Lúðvíksson og Hafþór Ægir að sýna betri leik en þeir gerðu í dag. Staðan í hálfleik var markalaus. Seinni hálfleikur var öllu betri hjá Fylkismönnum en sá fyrri. Baráttan sem hefur skilað þeim meirihlutanum af þeim stigum sem þeir hafa fengið í sumar fór að sjást og Þróttarar létu smátt og smátt undan þrýstingi. Það var svo á 54. mínútu að markið kom loksins hjá Fylkismönnum en hurð hafði oft skollið nærri hælum fram að því. Fín sókn leiddi til þess að Ingimundur Níels fékk boltann í fæturnar rétt fyrir utan teig, vinstra megin. Hann sótti að marki en renndi boltanum svo inn fyrir vörn Þróttara þar sem Albert Ingason var mættur, en vörn Þróttara hafði reynt að spila hann rangstæðan. Það gekk ekki og Albert setti boltan framjá Henryk og í netið. Það er ekki hægt að segja að sigur Fylkismanna hafi verið í hættu eftir þetta enda lítið fyrir Þróttara að spila upp á annað en stoltið. Fylkismenn bættu fljótlega öðru marki við en þar var að verki hinn efnilega Pape Mamadou Faye með sitt fyrsta mark í sumar. Pape fagnaði gríðarlega enda lýsti hann því í viðtali við Visi eftir leik að hann hefði verið orðinn afar óþreyjufullur eftir fyrsta markinu sínu. Síðustu mínútur leiksins voru opnar og bæði lið fengu færi til að skora mörk. Þróttarar virtust samt margir eingöngu vera að bíða eftir að leikurinn yrði flautaður af. Sem fyrr segir var Rafn Andri yfirburðarmaður í þeirra liði. Aðrir Þróttarar áttu ekkert sérstakan dag. Þrátt fyrir sigurinn voru Fylkismenn langt frá sínu besta í dag. Stemninginn var ekki til staðar löngum stundum og Fylkismenn vita það manna best að án baráttunnar eru þeir ekki líklegir til afreka. Fylkismenn gerðu hins vegar fá mistök í leiknum og góðu kaflarnir þeirra nægðu til að klára Þróttara. Þeirra bestu menn í sumar, Kjartan Ágúst, Ingimundur og Ásgeir Börkur voru ekki alveg upp á sitt besta í dag en í staðinn steig Valur Fannar vel upp og átti góðan leik. Hann dreifði spilinu vel og var fastur fyrir í öllum sínum aðgerðum. Svo fastur að Þróttarar lágu margoft í valnum eftir viðskipti sín við hann.Fylkir - Þróttur 2-01-0 Albert Brynjar Ingason (54.) 2-0 Pape Mamadou Faye (67.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 842 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 16-13 (8-6) Varin skot: Ólafur 6 - Henryk 6. Horn: 6-4 Aukaspyrnur fengnar: 9-7 Rangstöður: 3-0 Fylkir (4-1-4-1): Ólafur Þór Gunnarsson 7 Þórir Hannesson 6 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson -) Einar Pétursson 6 Kristján Valdimarsson 6 Tómas Þorsteinsson 6 (65. Pape Mamadou Faye) 7Valur Fannar Gíslason 7 (ML)Ingimundur Níels Óskarsson 7 (65. Jóhann Þórhallsson) 5 Halldór Arnar Hilmisson 6 Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7 Kjartan Ágúst Breiðdal 7 Albert Brynjar Ingason 6 Þróttur (4-2-3-1): Henryk Boeker 6 Jón Ragnar Jónsson 4 Runólfur Sveinn Sigmundsson 5 Dennis Danry 4 Þórður Steinn Hreiðarsson 5 (81. Birkir Pálsson -) Hallur Hallsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Magnús Már Lúðvíksson 5 (67. Andrés Vilhjálmsson) 5 Rafn Andri Haraldsson 7 Hafþór Ægir Vilhjálmsson 4 (67. Oddur Ingi Guðmundsson) 5 Samuel Malson 6 Leiknum var lýst beint hér á Vísi. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fylkir - Þróttur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira