Innlent

SÁÁ skorar á þingmenn að hafna niðurskurði

MYND/Heiða

Stjórn SÁÁ hefur afhent þingmönnum í fjárlaganefnd áskorun um að standa vörð um hagsmuni veikra alkóhólista og aðstandenda þeirra og hafna tillögum heilbrigðisráðuneytisins um niðurskurð á framlögum til sjúkrahússrekstur SÁÁ.

Að mati stjórnarinnar mun fyrirhugaður niðurskurður ekki spara neina fjármuni, heldur velta kostnaði yfir á önnur sjúkrahús, sveitarfélög, félagsmálayfirvöld og fangelsiskerfið.

Í tilkynningu frá SÁÁ segir að í kjölfar þess að áskorunin var afhent fjárlaganefnd var hún sett á vef SÁÁ og félögum og velunnurum samtakanna boðið að skrifa nafn sitt undir hana. Á aðeins þremur dögum hafa um 2.800 manns skrifað undir.

Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ segir skjót viðbrögð fólks hvetja samtökin til að bjóða fleirum að skrifa undir þessa áskorun til þingmanna. „Erfiðleikar sem við göngum í gegnum núna, ættu ekki að auka óréttlæti samfélagsins með því að sótt verði að þeim sem veikastir eru" segir Þórarinn.

Þeir sem vilja skrifa undir áskorunina geta gert það hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×