Enski boltinn

Aron skoraði fyrir Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar fagnar marki sínu fyrir Coventry í dag.
Aron Einar fagnar marki sínu fyrir Coventry í dag. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Coventry á tímabilinu er hans menn gerðu 2-2 jafntefli við úrvalsdeildarlið Blackburn í 5. umferð ensku bikarkeppninnar.

Aron Einar Gunnarsson skoraði fyrra mark Coventry sem lenti 1-0 undir í leiknum þökk sé marki Roque Santa Cruz. Aron Einar jafnaði metin á 61. mínútu en hann hirti boltann eftir að Blackburn reyndi að hreinsa hann burt, tók eina snertingu og skoraði með laglegu skoti.

Blackburn skoraði svo reyndar mark skömmu síðar en það var dæmt af þar sem brotið var á Aroni um leið.

Það var svo Michael Doyle sem kom enska B-deildarliðinu yfir með marki á 76. mínútu og var allt útlit fyrir að Coventry myndi tryggja sér þar með sæti í fjórðungsúrslitum bikarsins.

En varnarmaðurinn Christopher Samba náði þá að jafna metin fyrir heimamenn með marki undir blálok leiksins.

Tveir aðrir leikir hófust klukkan 15.00 í bikarkeppninni og lauk þeim einnig með jafntefli. Öll þessi lið mætast því aftur síðar í mánuðinum.

West Ham mætti Middlesbrough og lenti undir á 22. mínútu er Steward Downing skoraði fyrir gestina. En það var svo bakvörðurinn Herite Ilunga sem jafnaði metin fyrir West Ham sjö mínútum fyrir leikslok með marki af stuttu færi.

Hið sama má segja um leik enska B-deildarliðsins Sheffield United og Hull. Greg Halford kom United yfir strax á sjöundu mínútu en Kamil Zayatte jafnaði metin á þeirri 34. Þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×