Enski boltinn

Arshavin tekur lagið í sjónvarpsþætti (myndband)

NordcPhotos/GettyImages

Rússneski miðjumaðurinn Andrei Arshavin ætti líklega að halda sig við knattspyrnuna ef marka má frammistöðu hans sem söngvara.

Landsliðsmaðurinn kom fram í sjónvarpsþætti í heimalandi sínu þar sem hann söng þekkt barnalag við góðar undirtektir.

Smelltu hér til að heyra og sjá nýjasta liðsmann Arsenal taka lagið.

Enskir fjölmiðlar hafa tekið þessum sakleysislega pilti opnum örmum, en hann virðist hafa mjög ákveðnar skoðanir á konum ef marka má viðtal við hann í The Sun.

"Ef ég fengi einhverju ráðið myndi ég leggja bann við því að konur fengju að aka bílum og hirða skírteinin af þeim öllum," er haft eftir miðjumanninum.

Arshavin er reyndar ekki á lausu en ef ensku stúlkurnar falla fyrir sönghæfileikum hans, er hann búinn að gefa góða lýsingu á draumastúlkunni.

"Ég er hrifinn af hávöxnum grönnum stúlkum með mjó læri og litla rassa. Það sem mestu skiptir er samt stíll hennar og framkoma," sagði Arshavin.

Hann á kærustu sem heitir Yulia og á með henni tvö börn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×