Umfjöllun: Þróttur burstaði Blika Elvar Geir Magnússon skrifar 20. júlí 2009 22:05 Sindri Snær Jensson, markvörður Þróttar, hélt hreinu í kvöld. Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
Það urðu óvænt úrslit í Pepsi-deild karla í kvöld þegar Þróttur rúllaði yfir Breiðablik 4-0. Með sigrinum lyfti Þróttur sér úr botnsætinu en liðið barðist gríðarlega vel í kvöld og leikaðferð liðsins heppnaðist fullkomlega. Dusan Ivkovic byrjaði í hjarta varnar Þróttar þrátt fyrir að hafa aðeins mætt á eina æfingu með liðinu. Hann átti feykilega góðan leik. Þá var Sam Malson einnig í byrjunarliðinu og var sprækur. Guðmundur Pétursson byrjaði á varamannabekknum hjá Breiðabliki en kom inn um leið og Þróttur skoraði þriðja markið. Blikar byrjuðu leikinn betur en Þróttarar náðu hinsvegar forystunni á 18. mínútu. Dennis Danry skoraði þá með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu Magnúsar Más Lúðvíkssonar. Sigmar Ingi Sigurðarson, markvörður Breiðabliks, var frosinn á línunni en hann stóð milli stanganna í fjarveru Ingvars Kale sem er meiddur. Kópavogsliðið fékk góð færi til að jafna metin. Arnar Grétarsson misnotaði dauðafæri en Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, bjargaði á línu. Þá skallaði varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason í slá eftir aukaspyrnu Arnars. En eftir það voru Þróttarar beittari í sínum aðgerðum. Sam Malson átti hörkuskot í hliðarnetið áður en Haukur Páll Sigurðsson náði að skora. Það mark skrifast þó algjörlega í Sigmar í Blikamarkinu en hann gerði herfileg mistök þegar hann missti boltann og Haukur skoraði í autt markið. Staðan 2-0 í hálfleik. Þróttarar skoruðu svo þriðja markið úr sinni fyrstu sókn í seinni háfleik en það gerði Morten Smidt úr þremur þröngu færi. Hann var síðan óheppinn að bæta ekki við öðru marki strax í næstu sókn á eftir en skaut þá í stöng. Haukur Páll átti frábæran leik fyrir Þrótt og bætti við fjórða marki Þróttar á 74. mínútu með laglegu skoti eftir glæsilegan undirbúning Rafns Andra Haraldssonar. Rafn var besti maður vallarins, barðist vel og átti stórhættulegar sendingar.Þróttur - Breiðablik 4-0 1-0 Dennis Danry (18.) 2-0 Haukur Páll Sigurðsson (34.) 3-0 Morten Smidt (55.) 4-0 Haukur Páll Sigurðsson (74.) Skot (á mark): 13-12 (9-5) Varin skot: Sindri 4 - Sigmar 4 Horn: 3-10 Rangstöður: 3-3 Aukaspyrnur fengnar: 8-11 Valbjarnarvöllur. Áhorfendur: Um 1.000. Dómari: Kristinn Jakobsson (8) Þróttur 4-5-1 Sindri Snær Jensson 7 Jón Ragnar Jónsson 7 Dusan Ivkovic 7 Dennis Danry 8 Kristján Ómar Björnsson 6 Hallur Hallsson 7 Magnús Már Lúðvíksson 6 (80. Oddur Ingi Guðmundsson -) Rafn Andri Haraldsson 8* - Maður leiksinsSam Malson 6 (70. Andrés Vilhjálmsson 6) Haukur Páll Sigurðsson 8 Morten Smidt 7 (80. Oddur Björnsson -)Breiðablik 4-3-3 Sigmar Ingi Sigurðarson 3 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 Kári Ársælsson 3 (57. Guðmundur Pétursson 6) Elfar Freyr Helgason 4 Kristinn Jónsson 4 Andri Yeoman 5 Finnur Orri Margeirsson 3 Arnar Grétarsson 5 Olgeir Sigurgeirsson 5 Kristinn Steindórsson 5 (82. Guðmann Þórisson -) Alfreð Finnbogason 3 (68. Guðmundur Kristjánsson 6)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira