Fótbolti

Katrín Ómarsdóttir skoraði sigurmark CAL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi.
Katrín Ómarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi. Mynd/ÓskarÓ

Það vakti athygli að Katrín Ómarsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn á móti Eistum í undankeppni HM sem fram fer í næstu viku. Ástæðan er sú að Katrín stundar nám við CAL-háskólann í Berkeley í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hún fékk því frí í þennan eina leik.

Það tekur Katrínu um það bil heilan sólarhring að ferðast til Íslands og þar sem að hún er nýkomin út til Bandaríkjanna eftir Evrópumót landsliða í Finnlandi ákvað Sigurður Ragnar Eyjólfsson greinilega að spara hana fyrir leikina sem fara fram í októbermánuði.

Sama dag og Sigurður Ragnar tilkynnti landsliðshópinn sinn þá skoraði Katrín einmitt sigurmark CAL í 1-0 sigri á Portland State. Þetta var fyrsta mark Katrínar á tímabilinu en hún lagði upp sigurmarkið á móti Texas A&M í fyrsta leik sínum eftir að hún kom frá Finnlandi. CAL hefur unnið alla þrjá leikina með Katrínu innanborðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×