Lífið

Nýjar konur með þátt á ÍNN

Bergljót Davíðsdóttir, Ingvi Hrafn, Kata Bessadóttir og Lára Ómarsdóttir. Ásdís Olsen er fyrrum þáttastjórnandi Mér finnst.
Bergljót Davíðsdóttir, Ingvi Hrafn, Kata Bessadóttir og Lára Ómarsdóttir. Ásdís Olsen er fyrrum þáttastjórnandi Mér finnst.

„Við ætlum að vera þrjár. Lára Ómarsdóttir, Kata Bessa og ég," svarar Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður aðspurð um þáttinn Mér finnst sem hefur göngu sína á ný á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld klukkan átta.

„Við erum með alveg frjálsar hendur og ætlum að tala um allt milli himins og jarðar."

„Egill Helgason er fyrsti gesturinn okkar og svo fáum við fleiri í kvöld til að tala um Óskarsverðlaunin," segir Bergljót.

„Við verðum með gesti og tökum aktúel mál sem eru í gangi hverju sinni en ætlum samt að reyna að hafa þetta afslappað og skemmtilegt," segir Bergljót.

„Við verðum með púlsinn á samfélaginu og reynum að fjalla um það sem kemur fólki við og því sem fólk hefur áhuga á að fá að vita um."

Kolfinna og Ásdís Olsen eru hættar með þáttinn Mér finnst.

Vísir hafði í kjölfarið samband við fyrrum umsjónarmann þáttarins Mér finnst, Ásdísi Olsen, sem segist ekki hafa ráð á því að vinna kauplaust.

„Þetta var ótrúlega skemmtilegt verkefni og gaman að vera á góðum launum við að gera skemmtilegan þátt," segir Ásdís.

„En Ingvi Hrafn hefur ekki lengur ráð á að borga okkur laun og ég var ekki tilbúin til að vinna kauplaust."

Kolfinna Baldvinsdóttir og Ásdís Olsen.

Áttu eftir að sakna Mér finnst? „Já, ég á eftir að sakna Mér finnst og í rauninni finnst mér að þátturinn þeirra mætti heita eitthvað annað því þetta var okkar prógram og þetta var þáttur sem setti stjónvarpsstöðina á dagskrá," segir Ásdís að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.