Fagnað sem þjóðhetju eftir að hafa strunsað út af fundi 30. janúar 2009 12:32 Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, strunsar út af fundinum. Við hlið hans situr Simon Peres, forseti Ísraels. MYND/AP Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, rauk öskureiður af ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í gær eftir snörp orðaskipti við Peres Ísraelsforseta. Deiluefnið var árásir Ísraela á Gaza. Erdogan var fagnað sem hetju við heimkomuna til Tyrklands í gærkvöldi. Yfirleitt eru alþjóðaráðstefnur vel skipulagðar. Ræður á réttum stöðum í dagskránni og allt gert til að koma í veg fyrir deilur eins og þær sem urðu á fundi í Davos í Sviss í gær þar sem ársþing Alþjóðaefnahagsráðsins stendur nú sem hæst. Í pallborði voru Shimon Peres, forseti Ísraels, og Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem er súnnímúslimi. Í ræðu sinni varði Peres aðgerðir Ísraela á Gaza. Forsetinn beindi máli sínu einna helst að Erdogan sem hafði rétt áður gagnrýnt Ísraela fyrir að loka landamærunum að Gaza. Peres sagði árásirnar svar við eldflaugaárásum herskárra Hamas-liða. Eftir ræðu Peres bað Erdogan um að fá eina mínútu til að svara. Fundarstjóri varð við þeirri beiðni. Þá sagði Erdogan Ísraela morðingja og minnist barnanna sem höfðu fallið í árásunum á Gaza. Þá var hann beðinn um að hætta. Erdogan varð þá reiður sagði Peres hafa talað mun lengur en hann sjálfur. Erdogan sagðist ekki koma aftur til fundar í Davos þar sem hann fengi ekki að tala. Með það rauk hann út en á leiðinni tók Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, í hendina á Erdogan og þakkaði honum fyrir. Erdogan var fangað sem þjóðhetju þegar hann kom heim í gærkvöldi. Peres sagði í morgun að þetta yrði vonandi ekki til að skaða samskipti Ísraels og Tyrklands en Tyrkir hafa á síðustu misserum reynt að miðla málum milli Ísraela og Sýrlendinga. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, rauk öskureiður af ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í gær eftir snörp orðaskipti við Peres Ísraelsforseta. Deiluefnið var árásir Ísraela á Gaza. Erdogan var fagnað sem hetju við heimkomuna til Tyrklands í gærkvöldi. Yfirleitt eru alþjóðaráðstefnur vel skipulagðar. Ræður á réttum stöðum í dagskránni og allt gert til að koma í veg fyrir deilur eins og þær sem urðu á fundi í Davos í Sviss í gær þar sem ársþing Alþjóðaefnahagsráðsins stendur nú sem hæst. Í pallborði voru Shimon Peres, forseti Ísraels, og Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem er súnnímúslimi. Í ræðu sinni varði Peres aðgerðir Ísraela á Gaza. Forsetinn beindi máli sínu einna helst að Erdogan sem hafði rétt áður gagnrýnt Ísraela fyrir að loka landamærunum að Gaza. Peres sagði árásirnar svar við eldflaugaárásum herskárra Hamas-liða. Eftir ræðu Peres bað Erdogan um að fá eina mínútu til að svara. Fundarstjóri varð við þeirri beiðni. Þá sagði Erdogan Ísraela morðingja og minnist barnanna sem höfðu fallið í árásunum á Gaza. Þá var hann beðinn um að hætta. Erdogan varð þá reiður sagði Peres hafa talað mun lengur en hann sjálfur. Erdogan sagðist ekki koma aftur til fundar í Davos þar sem hann fengi ekki að tala. Með það rauk hann út en á leiðinni tók Amr Moussa, framkvæmdastjóri Arababandalagsins, í hendina á Erdogan og þakkaði honum fyrir. Erdogan var fangað sem þjóðhetju þegar hann kom heim í gærkvöldi. Peres sagði í morgun að þetta yrði vonandi ekki til að skaða samskipti Ísraels og Tyrklands en Tyrkir hafa á síðustu misserum reynt að miðla málum milli Ísraela og Sýrlendinga.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira