Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi 12. nóvember 2009 10:49 „Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega. Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega.
Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59