Höskuldur: Vil vera betri pabbi en fótboltamaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2009 18:18 Höskuldur Eiríksson, til vinstri, fagnar Íslandsmeistaratitli FH í fyrra. Mynd/E. Stefán Höskuldur Eiríksson segir að þrálát meiðsli hafi endanlega bundið enda á feril hans sem knattspyrnumaður. Höskuldur gekk í raðir KR nú í vetur en náði ekki að spila með félaginu í Pepsi-deildinni nú í vor vegna meiðsla. Hann segir að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið svo erfið. „Bæði og. Þetta er jú stór ákvörðun enda er ég búinn að vera í fótbolta lengi og haft gaman af því. En það var allt sem var að benda mér í þessa átt," sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. „Auk þess að ég er búinn að vera að glíma við meiðsli þá er ég í krefjandi starfi sem lögmaður auk þess sem ég á tvær stelpur og þriðja barnið er á leiðinni," sagði hann. „Á meðan að ég er ekki að ná að uppfylla þann metnað sem ég hef fyrir knattspyrnunni þá er þetta ekki lengur að borga sig." Höskuldur ólst upp hjá KR og var hjá félaginu til ársins 2002. Hann var lánaður bæði til Fjölnis og ÍR til skamms tíma en gekk svo í raðir Víkings fyrir tímabilið 2003. Þar var hann lykilmaður í fjögur ár og um tíma fyrirliði liðsins. Árið 2007 var hann svo lánaður til Viking í Noregi en hann náði ekkert að spila með liðinu vegna meiðsla. „Það tímabil var skelfing. Ég meiddist ítrekað í Noregi og þurfti að fara á tvær aðgerðir, eina og hné og aðra á ökkla," sagði Höskuldur. Hann sneri aftur til Víkings og kláraði tímabilið með liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni um haustið. Hann varð svo Íslandsmeistari með FH í fyrra en náði aðeins að spila með liðinu í sjö leikjum allt tímabilið. „Ég náði mér ekki jafn vel á strik hjá FH og ég vildi gera. Ég náði ágætum kafla en á endanum gaf líkaminn sig. Þegar ég var að hætta í FH var ég orðinn langþreyttur á þessu en vildi gefa mér eitt lokatækifæri til að vinna í mínum málum. Ég vildi athuga hvort ég gæti komið mér í almennilegt standa og finna bæði gleðina og ánægjuna í knattspyrnunni á ný. En það bara gekk ekki upp, því miður." Undir lok tímabilsins í fyrra meiddist Höskuldur í baki og segir hann að þegar þau meiðsli tóku sig upp í vor hafi það verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég vann mikið í því í vetur að styrkja bakið og var það ekki að angra mig fyrr en ég fann fyrir því á ný um daginn. Það eru svo sem ekki meiðsli sem binda endi á ferilinn enda er ég fínn núna og gæti farið á æfingu á eftir. En ég hef fundið fyrir því að þegar ég er að koma mér í form þá kemur alltaf eitthvað upp. Þá fara meiðslin að ganga í hringi og það bara gengur ekki til lengdar." „Ég þarf greinilega að vera í sjúkraþjálfun og taka aukaæfingar reglulega til að styrkja bakið. Ég hef hvorki tíma í það né heldur finnst mér ekki nógu gaman í þessu til að það sé þess virði að ganga í gegnum það ferli." Hann segir þó ólíklegt að hann muni endurskoða ákvörðun sína á næstu árum. „Mér finnst það afskaplega ósennilegt. Starfið býður ekki upp á það og þá er þriðja barnið á leiðinni. Ég hef meiri metnað fyrir því að vera góður pabbi en góður fótboltamaður." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira
Höskuldur Eiríksson segir að þrálát meiðsli hafi endanlega bundið enda á feril hans sem knattspyrnumaður. Höskuldur gekk í raðir KR nú í vetur en náði ekki að spila með félaginu í Pepsi-deildinni nú í vor vegna meiðsla. Hann segir að ákvörðunin um að hætta hafi ekki verið svo erfið. „Bæði og. Þetta er jú stór ákvörðun enda er ég búinn að vera í fótbolta lengi og haft gaman af því. En það var allt sem var að benda mér í þessa átt," sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. „Auk þess að ég er búinn að vera að glíma við meiðsli þá er ég í krefjandi starfi sem lögmaður auk þess sem ég á tvær stelpur og þriðja barnið er á leiðinni," sagði hann. „Á meðan að ég er ekki að ná að uppfylla þann metnað sem ég hef fyrir knattspyrnunni þá er þetta ekki lengur að borga sig." Höskuldur ólst upp hjá KR og var hjá félaginu til ársins 2002. Hann var lánaður bæði til Fjölnis og ÍR til skamms tíma en gekk svo í raðir Víkings fyrir tímabilið 2003. Þar var hann lykilmaður í fjögur ár og um tíma fyrirliði liðsins. Árið 2007 var hann svo lánaður til Viking í Noregi en hann náði ekkert að spila með liðinu vegna meiðsla. „Það tímabil var skelfing. Ég meiddist ítrekað í Noregi og þurfti að fara á tvær aðgerðir, eina og hné og aðra á ökkla," sagði Höskuldur. Hann sneri aftur til Víkings og kláraði tímabilið með liðinu sem féll úr úrvalsdeildinni um haustið. Hann varð svo Íslandsmeistari með FH í fyrra en náði aðeins að spila með liðinu í sjö leikjum allt tímabilið. „Ég náði mér ekki jafn vel á strik hjá FH og ég vildi gera. Ég náði ágætum kafla en á endanum gaf líkaminn sig. Þegar ég var að hætta í FH var ég orðinn langþreyttur á þessu en vildi gefa mér eitt lokatækifæri til að vinna í mínum málum. Ég vildi athuga hvort ég gæti komið mér í almennilegt standa og finna bæði gleðina og ánægjuna í knattspyrnunni á ný. En það bara gekk ekki upp, því miður." Undir lok tímabilsins í fyrra meiddist Höskuldur í baki og segir hann að þegar þau meiðsli tóku sig upp í vor hafi það verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég vann mikið í því í vetur að styrkja bakið og var það ekki að angra mig fyrr en ég fann fyrir því á ný um daginn. Það eru svo sem ekki meiðsli sem binda endi á ferilinn enda er ég fínn núna og gæti farið á æfingu á eftir. En ég hef fundið fyrir því að þegar ég er að koma mér í form þá kemur alltaf eitthvað upp. Þá fara meiðslin að ganga í hringi og það bara gengur ekki til lengdar." „Ég þarf greinilega að vera í sjúkraþjálfun og taka aukaæfingar reglulega til að styrkja bakið. Ég hef hvorki tíma í það né heldur finnst mér ekki nógu gaman í þessu til að það sé þess virði að ganga í gegnum það ferli." Hann segir þó ólíklegt að hann muni endurskoða ákvörðun sína á næstu árum. „Mér finnst það afskaplega ósennilegt. Starfið býður ekki upp á það og þá er þriðja barnið á leiðinni. Ég hef meiri metnað fyrir því að vera góður pabbi en góður fótboltamaður."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Sjá meira