Fótbolti

Advocaat rekinn frá Zenit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Jakobsson dæmdi leik Zenit og Everton í UEFA-bikarnum í desember árið 2007. Zenit varð svo Evrópumeistari um vorið.
Kristinn Jakobsson dæmdi leik Zenit og Everton í UEFA-bikarnum í desember árið 2007. Zenit varð svo Evrópumeistari um vorið. Nordic Photos / AFP

Rússneska félagið Zenit frá St. Pétursborg rak í gær hollenska þjálfarann Dick Advocaat en liðið hefur átt slæmu gengi að fagna að undanförnu.

Forráðamenn Zenit gáfu það til kynna að ráðning hans sem landsliðsþjálfari Belgíu hafi haft sitt að segja með gengi liðsins.

Advocaat tók við Zenit árið 2006 og stýrði liðinu til sigurs í UEFA-bikarkeppninni í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu var tekið fram að honum yrði aldrei gleymt hjá félaginu enda árangurs liðsins undir hans stjórn glæsilegur.

Zenit tapaði í gær fyrir Tom Tomsk á heimavelli en liðið er nú í sjöunda sæti deildarinnar sem þykir óásættanlegt þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×