Innlent

Færri umferðarslys árið 2008 en 2007

Alvarlegum slysum hefur fjölgað. Mynd/ Daníel.
Alvarlegum slysum hefur fjölgað. Mynd/ Daníel.
Út er komin skýrsla slysaskráningar Umferðarstofu fyrir árið 2008. Slysaskráning Umferðarstofu byggist á lögregluskýrslum úr gagnagrunni Ríkislögreglustjóra.

Í tilkynningu frá Umferðarstofu segir að ljóst sé að árið 2008 hafi í flesta eða alla staði verið betra en árið 2007 hvað varðar fjölda slysa. Þó sé ekki hægt að segja að árangurinn sé ásættanlegur eða góður sé hann borinn saman við lengra tímabil og þau markmið sem sett hafa verið í baráttunni gegn umferðarslysum. Þrátt fyrir mikla fækkun banaslysa og minniháttar slysa þá hefur átt sér stað aukning í fjölda alvarlegra slysa. Alvarlega slösuðum fjölgar um 2,6 prósent, úr 195 í 200 en lítið slösuðum fækkar um 6,2 prósent. 12 manns létu lífið í umferðinni í fyrra og einungis einu sinni áður, árið 1996 hefur sú tala verið lægri.

Þá kemur fram að árið 2008 sé annað árið í röð þar sem Ísland er með lægstu dánartíðni í umferðarslysum á Norðurlöndum miðað við fólksfjölda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×