Erlent

Ráðist á höfuðstöðvar NATO í Afganistan

Frá Afganistan í morgun. Mynd/AP
Frá Afganistan í morgun. Mynd/AP Mynd/AP
Sjö létust og hátt í hundrað særðust í sjálfsmorðsárás Talibana á höfuðstöðvar NATO í Afganistan í morgun. Í dag eru aðeins fimm dagar þar til forsetakosningar fara fram í landinu.

Árásarmanninum tókst að komast fram hjá lögreglunni og sprakk sprengjan við dyr alþjóðlegu herstöðvarinnar. Áður höfðu Talibanar gefið það út að þeir myndu gera árásir meðan undirbúningur fyrir kosningarnar stæði yfir.

Blóðugir og ringlaðir Afganar ráfuðu um götur eftir spenginguna en meðal særðra voru börn sem sátu fyrir utan herstöðina og seldu tyggigúmmí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×