Íslenski boltinn

Ásmundur: Ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum

Ragnar Vignir skrifar
Ásmundur Arnarsson.
Ásmundur Arnarsson. Mynd/Daníel

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var sáttur með að taka stig á útivelli gegn Blikum og hrósaði liði sínu fyrir spilamennskuna í kvöld.

„Ég er ánægður með strákana og vinnuframlag þeirra í kvöld. Við vörðumst vel og ætluðum að loka fyrir þeirra spil og það gekk vel, og svo vantaði okkur smá heppni til að klára færin sem við fengum," segir Ásmundur.

Ásmundur vonar að spilamennska liðsins í kvöld gefi góða von um framhaldið í deildinni í sumar.

„Þetta líf í spilamennskunni ber vonandi vott um það sem koma skal í næstu leikjum og það er vonandi hægt að byggja ofan á það að halda markinu hreinu hinum megin á vellinum," segir Ásmundur að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×