Fótbolti

Hallgrímur skoraði í sigri GAIS í Íslendingaslag gegn Halmstad

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hallgrímur Jónasson í leik með Keflavík.
Hallgrímur Jónasson í leik með Keflavík. Mynd/Anton

GAIS endaði tímabilið með góðum 1-3 sigri gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðisson léku allan leikinn með GAIS og áttu góðan leik en Hallgrímur skoraði þriðja mark GAIS og Eyjólfur lagði upp annað mark liðsins.

Jónas Guðni Sævarsson var á sínum stað í liði Halmstad en Guðjón Baldvinsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi GAIs að þessu sinni.

Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í 1-0 sigri Elfsborgar í öðrum Íslendingaslag gegn Helsingborg en Ólafur Ingi Stígsson var á sínum stað í liði Helsingborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×