Umfjöllun: Stig gerði lítið fyrir Fjölnismenn Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2009 15:00 Úr leik Fjölnis og Keflavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Arnþór Bæði lið gengu ósátt til búningsherbergja í dag þegar Fjölnir og Keflavík gerðu jafntefli 3-3. Þetta stig gerir lítið fyrir Fjölnismenn sem eru á leið niður í 1. deildina. Nánast kraftaverk þarf til svo þeir nái að bjarga sér. Keflvíkingum hefur gengið brösuglega upp á síðkastið og ekki unnið deildarleik síðan 23. júlí. Þeir hafa enn ekki náð að sigra útileik í sumar. Leikurinn í dag var opinn og skemmtilegur í hörkufínu veðri í Grafarvoginum. 21. mínúta leiksins var sérstaklega mögnuð en þá komu tvö mörk, Simun Samuelsen skoraði með langskoti og Tómas Leifsson jafnaði fyrir heimamenn strax í næstu sókn. Áfram hélt rússibanareiðin fyrir þá sárafáu áhorfendur sem mættu í Grafarvoginn í dag. Tveimur mínútum eftir þessi mörk endurheimtu Keflvíkingar forystuna þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eftir glæsilegan undirbúning Hauks Inga Guðnasonar. Reynsluboltinn Jónas Grani Garðarsson jafnaði í 2-2 eftir að hafa sloppið einn í gegn og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en varnarleikur liðsins var aftur á móti átakanlega slakur og Fjölnismenn fengu mjög hættulegar sóknir. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum en þá náðu Fjölnismenn meiri ró í sinn leik og spiluðu ansi vel. Þeir komust yfir 3-2 þegar Tómas Leifsson skoraði sitt annað mark og fengu síðan nokkur færi til að bæta við eftir það. En Keflvíkingar voru ekki hættir og sveitapilturinn Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði metin í 3-3 með fallegu skoti eftir að boltinn hafði dottið til hans fyrir utan teiginn. Reyndist þetta síðasta mark leiksins og sást vel á þjálfurum beggja liða þegar flautað var af að þeir voru alls ekki sáttir við að fá aðeins eitt stig. Fjölnir - Keflavík 3-30-1 Simun Samuelsen (21.) 1-1 Tómas Leifsson (21.) 1-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (23.) 2-2 Jónas Grani Garðarsson (39.) 3-2 Tómas Leifsson (57.) 3-3 Jón Gunnar Eysteinsson (76.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið en þeir voru mjög fáir.Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 13-18 (5-9)Varin skot: Þórður 6 - Jörgensen 2.Horn: 4-8Aukaspyrnur fengnar: 10-14Rangstöður: 6-1Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Marinko Skaricic 5 Ágúst Þór Gylfason 5 (90. Andri Valur Ívarsson -) Magnús Ingi Einarsson 6 Heimir Snær Guðmundsson 4 (83. Aron Jóhannsson -) Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 7 Andri Steinn Birgisson 4 (90. Kristinn Sigurðsson -) Tómas Leifsson 7* - Maður leiksins Jónas Grani Garðarsson 6Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (90. Magnús Matthíasson -) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Simun Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4 (90. Sverrir Sverrisson -) Haukur Ingi Guðnason 7 (90. Bessi Víðisson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20 Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Bæði lið gengu ósátt til búningsherbergja í dag þegar Fjölnir og Keflavík gerðu jafntefli 3-3. Þetta stig gerir lítið fyrir Fjölnismenn sem eru á leið niður í 1. deildina. Nánast kraftaverk þarf til svo þeir nái að bjarga sér. Keflvíkingum hefur gengið brösuglega upp á síðkastið og ekki unnið deildarleik síðan 23. júlí. Þeir hafa enn ekki náð að sigra útileik í sumar. Leikurinn í dag var opinn og skemmtilegur í hörkufínu veðri í Grafarvoginum. 21. mínúta leiksins var sérstaklega mögnuð en þá komu tvö mörk, Simun Samuelsen skoraði með langskoti og Tómas Leifsson jafnaði fyrir heimamenn strax í næstu sókn. Áfram hélt rússibanareiðin fyrir þá sárafáu áhorfendur sem mættu í Grafarvoginn í dag. Tveimur mínútum eftir þessi mörk endurheimtu Keflvíkingar forystuna þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eftir glæsilegan undirbúning Hauks Inga Guðnasonar. Reynsluboltinn Jónas Grani Garðarsson jafnaði í 2-2 eftir að hafa sloppið einn í gegn og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en varnarleikur liðsins var aftur á móti átakanlega slakur og Fjölnismenn fengu mjög hættulegar sóknir. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum en þá náðu Fjölnismenn meiri ró í sinn leik og spiluðu ansi vel. Þeir komust yfir 3-2 þegar Tómas Leifsson skoraði sitt annað mark og fengu síðan nokkur færi til að bæta við eftir það. En Keflvíkingar voru ekki hættir og sveitapilturinn Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði metin í 3-3 með fallegu skoti eftir að boltinn hafði dottið til hans fyrir utan teiginn. Reyndist þetta síðasta mark leiksins og sást vel á þjálfurum beggja liða þegar flautað var af að þeir voru alls ekki sáttir við að fá aðeins eitt stig. Fjölnir - Keflavík 3-30-1 Simun Samuelsen (21.) 1-1 Tómas Leifsson (21.) 1-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (23.) 2-2 Jónas Grani Garðarsson (39.) 3-2 Tómas Leifsson (57.) 3-3 Jón Gunnar Eysteinsson (76.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið en þeir voru mjög fáir.Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 13-18 (5-9)Varin skot: Þórður 6 - Jörgensen 2.Horn: 4-8Aukaspyrnur fengnar: 10-14Rangstöður: 6-1Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Marinko Skaricic 5 Ágúst Þór Gylfason 5 (90. Andri Valur Ívarsson -) Magnús Ingi Einarsson 6 Heimir Snær Guðmundsson 4 (83. Aron Jóhannsson -) Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 7 Andri Steinn Birgisson 4 (90. Kristinn Sigurðsson -) Tómas Leifsson 7* - Maður leiksins Jónas Grani Garðarsson 6Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (90. Magnús Matthíasson -) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Simun Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4 (90. Sverrir Sverrisson -) Haukur Ingi Guðnason 7 (90. Bessi Víðisson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20 Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20
Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30