Innlent

Ráðuneytið endurskoðar nefndarsetu Baldurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Guðlaugsson er fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Baldur Guðlaugsson er fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Fjármálaráðuneytið endurskoðar nú nefndarsetu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem er grunaður um innherjasvik í tengslum við sölu sína á hlutabréfum í Landsbankanum skömmu fyrir hrun bankans.

Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, segir að það sé venja þegar menn láti af störfum í ráðuneytinu að þá sé farið yfir nefndarsetur þeirra fyrir hönd ráðuneytisins og það sé það sem verið sé að gera. Málið tengist því ekki beint rannsókn sérstaks saksóknara á máli Baldurs.

Fram kemur á fréttavefnum Pressunni að Baldur gegni formennsku í þremur nefndum á vegum ráðuneytisins en Elías segist ekki hafa tiltæka tölu um það í hversu mörgum nefndum Baldur situr í.

Allt að sex ára fangelsisdómur liggur við því broti sem Baldur er grunaður um.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×