Íslenski boltinn

Bjarni Jóh.: Hefði verið sárt að fara tómhentur heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. Mynd/Anton

„Við áttum svo sannarlega skilið stigið og miðað við hvernig síðari hálfleikur þróaðist þá áttum við þau öll skilin," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 1-1 jafnteflisleik Keflavíkur og Stjörnunnar í kvöld.

„Hins vegar fannst mér fyrri hálfleikur í jafnvægi og þá áttu þeir fleiri færi en við. Í sjálfu sér vorum við heppnir að vera ekki fleiri mörkum undir en við fengum einnig færi og þar af eitt dauðafæri sem við hefðum átt að nýta. Þegar maður lítur samt á allan leikinn þá hefði verið sárt að fara tómhentur héðan," bætti Bjarni við.

„Ég er mjög stoltur af drengjunum sem gáfust aldrei upp og voru ferskir allan leikinn. Þetta er erfiður útivöllur og að taka stig hér er bara flott."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×