Fótbolti

Henry gæti byrjað HM í leikbanni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Máli franska landsliðsmannsins Thierry Henry er hvergi nærri lokið en nýjasta nýtt er að FIFA íhugar að setja hann í bann í upphafi HM vegna handarinnar frægu gegn Írum.

FIFA er að taka málið fyrir og fastlega búist við einhvers konar refsingu.

Sama hver sú refsing verður mun hún vart lina þjáningar Íra sem hafa átt erfitt með að sætta sig við tapið gegn Frökkum.

Hafa þeir viljað spila leikinn upp á nýtt og einnig að koma inn á HM sem lið númer 33. Báðum kröfum hefur verið hafnað af FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×