Umfjöllun: Stig gerði lítið fyrir Fjölnismenn Elvar Geir Magnússon skrifar 29. ágúst 2009 15:00 Úr leik Fjölnis og Keflavíkur á síðustu leiktíð. Mynd/Arnþór Bæði lið gengu ósátt til búningsherbergja í dag þegar Fjölnir og Keflavík gerðu jafntefli 3-3. Þetta stig gerir lítið fyrir Fjölnismenn sem eru á leið niður í 1. deildina. Nánast kraftaverk þarf til svo þeir nái að bjarga sér. Keflvíkingum hefur gengið brösuglega upp á síðkastið og ekki unnið deildarleik síðan 23. júlí. Þeir hafa enn ekki náð að sigra útileik í sumar. Leikurinn í dag var opinn og skemmtilegur í hörkufínu veðri í Grafarvoginum. 21. mínúta leiksins var sérstaklega mögnuð en þá komu tvö mörk, Simun Samuelsen skoraði með langskoti og Tómas Leifsson jafnaði fyrir heimamenn strax í næstu sókn. Áfram hélt rússibanareiðin fyrir þá sárafáu áhorfendur sem mættu í Grafarvoginn í dag. Tveimur mínútum eftir þessi mörk endurheimtu Keflvíkingar forystuna þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eftir glæsilegan undirbúning Hauks Inga Guðnasonar. Reynsluboltinn Jónas Grani Garðarsson jafnaði í 2-2 eftir að hafa sloppið einn í gegn og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en varnarleikur liðsins var aftur á móti átakanlega slakur og Fjölnismenn fengu mjög hættulegar sóknir. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum en þá náðu Fjölnismenn meiri ró í sinn leik og spiluðu ansi vel. Þeir komust yfir 3-2 þegar Tómas Leifsson skoraði sitt annað mark og fengu síðan nokkur færi til að bæta við eftir það. En Keflvíkingar voru ekki hættir og sveitapilturinn Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði metin í 3-3 með fallegu skoti eftir að boltinn hafði dottið til hans fyrir utan teiginn. Reyndist þetta síðasta mark leiksins og sást vel á þjálfurum beggja liða þegar flautað var af að þeir voru alls ekki sáttir við að fá aðeins eitt stig. Fjölnir - Keflavík 3-30-1 Simun Samuelsen (21.) 1-1 Tómas Leifsson (21.) 1-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (23.) 2-2 Jónas Grani Garðarsson (39.) 3-2 Tómas Leifsson (57.) 3-3 Jón Gunnar Eysteinsson (76.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið en þeir voru mjög fáir.Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 13-18 (5-9)Varin skot: Þórður 6 - Jörgensen 2.Horn: 4-8Aukaspyrnur fengnar: 10-14Rangstöður: 6-1Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Marinko Skaricic 5 Ágúst Þór Gylfason 5 (90. Andri Valur Ívarsson -) Magnús Ingi Einarsson 6 Heimir Snær Guðmundsson 4 (83. Aron Jóhannsson -) Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 7 Andri Steinn Birgisson 4 (90. Kristinn Sigurðsson -) Tómas Leifsson 7* - Maður leiksins Jónas Grani Garðarsson 6Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (90. Magnús Matthíasson -) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Simun Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4 (90. Sverrir Sverrisson -) Haukur Ingi Guðnason 7 (90. Bessi Víðisson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Keflavík. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20 Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Bæði lið gengu ósátt til búningsherbergja í dag þegar Fjölnir og Keflavík gerðu jafntefli 3-3. Þetta stig gerir lítið fyrir Fjölnismenn sem eru á leið niður í 1. deildina. Nánast kraftaverk þarf til svo þeir nái að bjarga sér. Keflvíkingum hefur gengið brösuglega upp á síðkastið og ekki unnið deildarleik síðan 23. júlí. Þeir hafa enn ekki náð að sigra útileik í sumar. Leikurinn í dag var opinn og skemmtilegur í hörkufínu veðri í Grafarvoginum. 21. mínúta leiksins var sérstaklega mögnuð en þá komu tvö mörk, Simun Samuelsen skoraði með langskoti og Tómas Leifsson jafnaði fyrir heimamenn strax í næstu sókn. Áfram hélt rússibanareiðin fyrir þá sárafáu áhorfendur sem mættu í Grafarvoginn í dag. Tveimur mínútum eftir þessi mörk endurheimtu Keflvíkingar forystuna þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eftir glæsilegan undirbúning Hauks Inga Guðnasonar. Reynsluboltinn Jónas Grani Garðarsson jafnaði í 2-2 eftir að hafa sloppið einn í gegn og þannig var staðan í hálfleik. Keflvíkingar voru hættulegri í fyrri hálfleiknum en varnarleikur liðsins var aftur á móti átakanlega slakur og Fjölnismenn fengu mjög hættulegar sóknir. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum en þá náðu Fjölnismenn meiri ró í sinn leik og spiluðu ansi vel. Þeir komust yfir 3-2 þegar Tómas Leifsson skoraði sitt annað mark og fengu síðan nokkur færi til að bæta við eftir það. En Keflvíkingar voru ekki hættir og sveitapilturinn Jón Gunnar Eysteinsson jafnaði metin í 3-3 með fallegu skoti eftir að boltinn hafði dottið til hans fyrir utan teiginn. Reyndist þetta síðasta mark leiksins og sást vel á þjálfurum beggja liða þegar flautað var af að þeir voru alls ekki sáttir við að fá aðeins eitt stig. Fjölnir - Keflavík 3-30-1 Simun Samuelsen (21.) 1-1 Tómas Leifsson (21.) 1-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (23.) 2-2 Jónas Grani Garðarsson (39.) 3-2 Tómas Leifsson (57.) 3-3 Jón Gunnar Eysteinsson (76.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið en þeir voru mjög fáir.Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 13-18 (5-9)Varin skot: Þórður 6 - Jörgensen 2.Horn: 4-8Aukaspyrnur fengnar: 10-14Rangstöður: 6-1Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 5 Gunnar Valur Gunnarsson 4 Marinko Skaricic 5 Ágúst Þór Gylfason 5 (90. Andri Valur Ívarsson -) Magnús Ingi Einarsson 6 Heimir Snær Guðmundsson 4 (83. Aron Jóhannsson -) Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 7 Andri Steinn Birgisson 4 (90. Kristinn Sigurðsson -) Tómas Leifsson 7* - Maður leiksins Jónas Grani Garðarsson 6Keflavík (4-4-2): Lasse Jörgensen 5 Guðjón Árni Antoníusson 4 Haraldur Freyr Guðmundsson 3 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 4 Alen Sutej 4 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 (90. Magnús Matthíasson -) Jón Gunnar Eysteinsson 7 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Simun Samuelsen 6 Guðmundur Steinarsson 4 (90. Sverrir Sverrisson -) Haukur Ingi Guðnason 7 (90. Bessi Víðisson -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fjölnir - Keflavík.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20 Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Magnús Ingi: Þurftum þrjú stig Von Fjölnis að halda sæti sínu í Pepsi-deildinni er orðin ansi veik en liðið gerði 3-3 jafntefli á heimavelli við Keflavík í dag. Fyrirliði Fjölnis, Magnús Ingi Einarsson, segir þó að Grafarvogspiltar haldi í vonina meðan tölfræðilegur möguleiki sé til staðar. 29. ágúst 2009 18:20
Hólmar Örn: Vantar meiri skynsemi „Við höfum gert of mikið af jafnteflum og miðað við hvernig þessi leikur spilaðist, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, þá hefði ég viljað fá þrjú stig," sagði Hólmar Örn Rúnarsson, fyrirliði Keflavíkur, eftir 3-3 jafnteflið gegn Fjölni í dag. 29. ágúst 2009 18:30