Endurgerir Hring Friðriks Þórs með íslenskri orku 27. ágúst 2009 06:00 Endurgerir sögufræga mynd Eysteinn Guðnason ætlar að gera nýja útgáfu af myndinni Hringnum sem Friðrik Þór Friðriksson frumsýndi árið 1985. fréttablaðið/valli Eysteinn Guðni Guðnason kvikmyndagerðarmaður ætlar endurgera mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Hringinn, sem kom út árið 1985. Sú mynd var heldur óvenjuleg því hún var tekin upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að nokkrir leikarar kæmu við sögu. Eysteinn, sem á að baki nám við Kvikmyndaskóla Íslands, fékk hugmyndina að endurgerðinni fyrir tveimur árum og það verður núna eftir helgi sem hún verður að veruleika. „Hún heillaði mig áður en ég sá hana,“ segir hann um mynd Friðriks Þórs, sem er 70 mínútna löng. „Þarna gat maður séð landið í heild sinni fyrir 25 árum. Það verður gaman að gefa komandi kynslóð möguleikann á að sjá núverandi ástand.“ Nýja myndin, sem heitir Hringurinn 2, verður frábrugðin þeirri fyrri því tvær myndavélar verða notaðar til að mynda hringinn. Annarri verður beint fram veginn en hinni aftur á bak og verður tekinn upp einn rammi á tíu mínútna fresti. Fyrrnefnda vélin verður á þaki nýs rafmangsbíls sem fyrirtækið 2012 útvegar. Sá bíll mun vera langdrægasti rafmagnsbíllinn sem hefur komið á markað hérlendis og kemst hann auðveldlega frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu. „Ég hugsaði með mér að það væri best að fara á rafmagnsbíl, vera umhverfisvænn og gera eitthvað nýtt. Ég hafði samband við 2012 og þeir tóku vel í þetta,“ segir Eysteinn. Hin myndavélin verður á þaki svartrar eyðslufrekari Porche-bifreiðar sem Eysteinn ætlar að aka á eftir rafmagnsbílnum. „Þetta eru tákn um gamla og nýja tímann,“ segir hann um bílana tvo. „Rafmagnsbíllinn verður með einkanúmerið 2012 en hinn verður með einkanúmerið 2007.“ Hringferðin á að taka þrjá daga, enda er ekki langt síðan Ómar Ragnarsson og Einar Vilhjálmsson fóru hringveginn á metanbíl á jafnlöngum tíma. „Við hugsuðum með okkur að við yrðum líka að ná þessu á þremur dögum. Þess vegna heitir myndin Hringurinn 2. Bæði er þetta önnur myndin og þetta er í annað sinn sem það verður farið á íslenskri orku hringinn í kringum landið.“ Auk þess að taka upp myndina ætla forsvarsmenn 2012 að stoppa víða á leiðinni og skrifa undir samstarfssamninga við sveitarstjóra í nokkrum bæjarfélögum um uppsetningu á tíu þúsund hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla úti um allt land. Eysteinn stefnir á að frumsýna Hringinn 2 á næsta ári þegar 25 ár verða liðin síðan eldri útgáfan kom út. Hann segist ekki hafa haft samband við Friðrik Þór út af myndinni. „Það væri gaman að vita hvað hann segði við þessu. Ég held að hann hafi bara gaman af þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira
Eysteinn Guðni Guðnason kvikmyndagerðarmaður ætlar endurgera mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Hringinn, sem kom út árið 1985. Sú mynd var heldur óvenjuleg því hún var tekin upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að nokkrir leikarar kæmu við sögu. Eysteinn, sem á að baki nám við Kvikmyndaskóla Íslands, fékk hugmyndina að endurgerðinni fyrir tveimur árum og það verður núna eftir helgi sem hún verður að veruleika. „Hún heillaði mig áður en ég sá hana,“ segir hann um mynd Friðriks Þórs, sem er 70 mínútna löng. „Þarna gat maður séð landið í heild sinni fyrir 25 árum. Það verður gaman að gefa komandi kynslóð möguleikann á að sjá núverandi ástand.“ Nýja myndin, sem heitir Hringurinn 2, verður frábrugðin þeirri fyrri því tvær myndavélar verða notaðar til að mynda hringinn. Annarri verður beint fram veginn en hinni aftur á bak og verður tekinn upp einn rammi á tíu mínútna fresti. Fyrrnefnda vélin verður á þaki nýs rafmangsbíls sem fyrirtækið 2012 útvegar. Sá bíll mun vera langdrægasti rafmagnsbíllinn sem hefur komið á markað hérlendis og kemst hann auðveldlega frá Reykjavík til Akureyrar á einni hleðslu. „Ég hugsaði með mér að það væri best að fara á rafmagnsbíl, vera umhverfisvænn og gera eitthvað nýtt. Ég hafði samband við 2012 og þeir tóku vel í þetta,“ segir Eysteinn. Hin myndavélin verður á þaki svartrar eyðslufrekari Porche-bifreiðar sem Eysteinn ætlar að aka á eftir rafmagnsbílnum. „Þetta eru tákn um gamla og nýja tímann,“ segir hann um bílana tvo. „Rafmagnsbíllinn verður með einkanúmerið 2012 en hinn verður með einkanúmerið 2007.“ Hringferðin á að taka þrjá daga, enda er ekki langt síðan Ómar Ragnarsson og Einar Vilhjálmsson fóru hringveginn á metanbíl á jafnlöngum tíma. „Við hugsuðum með okkur að við yrðum líka að ná þessu á þremur dögum. Þess vegna heitir myndin Hringurinn 2. Bæði er þetta önnur myndin og þetta er í annað sinn sem það verður farið á íslenskri orku hringinn í kringum landið.“ Auk þess að taka upp myndina ætla forsvarsmenn 2012 að stoppa víða á leiðinni og skrifa undir samstarfssamninga við sveitarstjóra í nokkrum bæjarfélögum um uppsetningu á tíu þúsund hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla úti um allt land. Eysteinn stefnir á að frumsýna Hringinn 2 á næsta ári þegar 25 ár verða liðin síðan eldri útgáfan kom út. Hann segist ekki hafa haft samband við Friðrik Þór út af myndinni. „Það væri gaman að vita hvað hann segði við þessu. Ég held að hann hafi bara gaman af þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Sjá meira