Fótbolti

Veigar Páll fékk ellefu mínútur í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson í baráttunni í leik með Nancy.
Veigar Páll Gunnarsson í baráttunni í leik með Nancy. Mynd/AFP

Veigar Páll Gunnarsson kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi Nancy á móti Sochaux á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Veigari Páli var skipt inn á 79. mínútu eða strax eftir að Tékkinn Václav Sverkos hafði komið Sochaux aftur yfir í 2-1.

Veigar Páll kom þrisvar við boltann á þessum tíma og var með hann samtals í 24 sekúndur ef marka má tölfræði blaðsins France Football á netinu.

Veigar Páll hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði Nancy og hefur aðeins spilað 147 mínútur í fyrstu fimm leikjum sínum með liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×