Erlent

Bannfæringu aflýst af 9 ára stúlku

Biskuparáð kaþólsku kirkjunnar í Brasilíu hefur aflýst bannfæringu á móður sem hjálpaði níu ára gamalli dóttur sinni að komast í fóstureyðingu. Telpan varð ófrísk að tvíburum eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni.

Læknar sögðu líkama hennar svo óþroskaðan að hún myndi ekki lifa af að ganga með og fæða tvíbura. Fóstureyðing er skilgreind sem synd hjá kaþólsku kirkjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×