Fótbolti

Sektaðir um rúmar 600 þúsund krónur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Michael Essien.
Michael Essien.

Michael Essien, Sulley Muntari og Asamoah Gyan hafa allir verið sektaðir um rúmlega 600 þúsund íslenskar krónur fyrir að skrópa í vináttulandsleik á dögunum.

Þeim er gert að greiða sektina á næstu sjö dögum. Einnig ætlast knattspyrnusamband Ghana til þess að leikmennirnir biðji félaga sína og starfsfólk landsliðsins afsökunar á hegðun sinni.

Leikmennirnir spiluðu leik gegn Malí í undankeppni HM en létu sig síðan hverfa til félaga sinna án þess að láta vita.

Þá átti landslið Ghana eftir að spila vináttulandsleik gegn Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×