Fótbolti

Marta skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum með Santos

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marta, besta knattspyrnukona heims undanfarin þrjú ár,.
Marta, besta knattspyrnukona heims undanfarin þrjú ár,. Mynd/AFP

Marta, besta knattspyrnukona heims undanfarin þrjú ár, lék sinn fyrsta leik með Þórunni Helgu Jónsdóttur og félögum hjá Santos í gær þegar liðið vann 10-0 sigur á Comercial í æfingaleik.

Marta mun leika með Santos í fyrstu Suður-Ameríkukeppninni og það er mikill áhugi í Brasilíu á Santos-liðinu sem sést á því að tíu þúsund manns mættu til að horfa á leikinn í gær.

Marta skoraði tvö mörk í leiknum auk þess að eiga þrjár stoðsendingar og fiska eitt víti. Bæði mörkin hennar komu á fyrstu 24 mínútunum. Cristiane, félagi Mörtu í brasilíska landsliðinu, lék einnig þarna sinn fyrsta leik og skoraði þrennu.

Þórunn Helga Jónsdóttir byrjaði á bekknum í þessum leik en kom inn á sem varamaður.

Suður-Ameríkukeppnin fer fram 4. til 18. október en Marta mun einnig spila með Santos í brasilísku bikarkeppninni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×