Arnar Grétars: Ætlum okkur klárlega þrjú stig Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júlí 2009 12:36 Arnar Grétarsson, miðjumaður Breiðabliks og aðstoðarþjálfari liðsins. Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Breiðablik beið afhroð á Valbjarnarvelli í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikmenn liðsins eru væntanlega staðráðnir í að bæta upp fyrir það í kvöld þegar þeir taka á móti botnliði ÍBV á Kópavogsvelli. „Það er aldrei gott að tapa og sérstaklega ekki 4-0. Þessi leikur gegn Þrótti var samt furðulegur. Ég vil meina að við höfum verið að spila vel fram að þriðja markinu. En við gerðum skelfileg mistök, menn þurfa að dekka í hornum og svo gefum við þeim annað markið. Þar að auki vorum við ekki að nýta okkar færi," segir Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks. „Í sumar höfum við oft verið að spila vel en erum ekki að nýta okkar færi. Svo gefum við ódýr mörk, mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þessi leikur í kvöld er rosalega mikilvægur til að koma okkur frá botninum og við ætlum okkur klárlega þrjú stig. Við höfum ekki verið í þessum botnpakka hingað til en ef við töpum í kvöld sogumst við meira inn í hann." „Við eigum svo FH næsta sunnudag og mjög mikilvægan bikarleik fyrir Verslunarmannahelgi. Þar eigum við möguleika á að bjarga einhverju út úr sumrinu. Það er samt ljóst í þessari deild að ef maður nær góðu skriði þá er þetta rosalega fljótt að breytast. Ef menn taka nokkra sigra í röð þá er staðan allt í einu orðin allt önnur," segir Arnar. Breiðablik hefur fengið einn leikmann í félagaskiptaglugganum, Guðmund Pétursson á láni frá KR. Guðmundur kom inn sem varamaður gegn Þrótti. „Guðmundur hefur komið mér skemmtilega á óvart og hann kemur með aukna samkeppni fram á við. Ég hafði bara séð hann þegar hann var að koma inn sem varamaður hjá KR. Hann virkar líkamlega sterkur og hefur meira en það, hann er fínn á boltann og alhliða góður leikmaður. Mér finnst hann veruleg búbót," segir Arnar. Leikur Breiðabliks og ÍBV hefst klukkan 19:15 í kvöld en þrír aðrir leikir verða í Pepsi-deildinni í kvöld. Á sama tíma mætast Fjölnir og Valur í Grafarvogi og Keflavík fær Fylki í heimsókn. Klukkan 20 hefst síðan leikur Stjörnunnar og Þróttar beint á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Ingvar Kale líklega í marki Blika í kvöld Ingvar Kale mun líklega standa í marki Breiðabliks í kvöld þegar liðið tekur á móti ÍBV í Pepsi-deildinni. Ingvar fór meiddur af velli í leik gegn Grindavík á dögunum og lék ekki í 4-0 tapinu gegn Þrótti í vikunni. 23. júlí 2009 11:41