Fótbolti

Keflvíkingar spila heimaleikina í Njarðvík næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar fagna sigri á Keflavíkurvelli.
Keflvíkingar fagna sigri á Keflavíkurvelli. Mynd/Anton
Keflvíkingar þurfa að spila fyrstu heimaleiki sína í Pepsi-deild karla næsta sumar á heimavelli nágranna sinna í Njarðvík. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net.

Það hefur verið ákveðið að taka upp grasið á Keflavíkurvelli næsta vor og samkvæmt heimildum fótbolta.net munu heimaleikir á móti Breiðablik, Fylki, Selfoss, Haukum og Fram fara fram á Njarðvíkurvelli. Það er líklegt að fyrsti leikurinn á nýlögðum Keflavíkurvelli verði á móti Íslandsmeisturum FH í 10. umferð.

„Reykjanesbær kemur til með að setja upp stúku sem verður byggð fljótlega," sagði Þorsteinn Magnússon formaður og framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur við Fótbolta.net „Upphaflega var hugmynd um að hún tæki 350 áhorfendur en að öllum líkindum endar hún í 500," sagði Þorsteinn.

Kvennalið Keflavíkur spilar heimaleiki sína í 1. deild kvenna næsta sumar á Iðavöllum 7 sem er æfingasvæði félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×