Enski boltinn

iPod kom að góðum notum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Foster ver frá O'Hara í vítaspyrnukeppninni.
Foster ver frá O'Hara í vítaspyrnukeppninni. Nordic Photos / Getty Images

Ben Foster greindi frá því að hann notaði iPod-spilara til að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppnina í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar skömmu áður en hún hófst.

Foster var hetja United en hann varði fyrstu spyrnu Tottenham sem Jamie O'Hara tók. David Bentley skaut svo framhjá og United vann 4-1 sigur í vítaspyrnukeppninni.

„Rétt áður en vítaspyrnukeppnin hófst horfði ég á upptökur af vítaspyrnum Tottenham-manna á iPod með Eric Steele markvarðaþjálfara," sagði Foster.

„Mér skildist að ef O'Hara myndi taka víti myndi hann skjóta í hornið mér á vinstri hönd. Það var einmitt það sem gerðist og mér tókst að slá til boltans."

Foster sagði að hann hefði lagt mikla undirbúningsvinnu í leikinn og þá sérstaklega vítaspyrnukeppnina en að það sé Steele sem eigi heiðurinn að nota iPod-inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×