Innlent

Gjaldeyrishöftin halda ekki

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Leki virðist vera á gjaldeyrisskilareglum Seðlabankans. Ekki er öllum þeim gjaldeyri skilað sem skila ber til bankans samkvæmt reglum hans sem settar voru á grundvelli laganna um gjaldeyrishöft.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra greindi frá þessu á Alþingi í gær þegar hann útskýrði gengislækkun krónunnar upp á síðkastið. Meginástæðan væri þó miklar vaxtagreiðslur úr landi undanfarnar vikur. Ekki komi til slíkra greiðslna aftur fyrr en í sumar. - bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×