Íslenski boltinn

Umfjöllun: Fylkir á toppinn með KR

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Tekið á því í leiknum í kvöld.
Tekið á því í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán

Það voru baráttuglaðir Fylkismenn sem tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla ásamt KR í kvöld með góðum sigri, 3-1, á Breiðabliki í Árbænum

Fylkismenn hófu leikinn betur en það voru Blikar sem skoruðu úr sinn fyrstu sókn í blíðunni í Árbænum. Þar var Alfreð Finnbogason að verki á 12. mínútu, fjórða mark Alfreðs í fjórum leikjum.

Breiðablik var sterkari aðilinn eftir markið en færin létu á sér standa í hálfleiknum þrátt fyrir fín tilþrif beggja liða úti á vellinum.

Þegar tíu mínútur voru eftir af hálfleiknum skoruðu Fylkismenn tvö keimlík mörk eftir aukaspyrnur á miðjum vellinum. Valur Fannar Gíslason skallaði boltann á Kjartan Ágúst Breiðdal sem skoraði af stuttu færi og þremur mínútum síðar er það Valur Fannar sem skorar sjálfur eftir að Einar Pétursson skallaði boltann í teignum. Lagleg mörk en varnarleikur Breiðabliks var vart boðlegur í mörkunum tveimur.

Heimamenn voru mikið betri í síðari hálfleik. Blikar komu ákveðnir til leiks en sköpuðu sér fá marktækifæri. Halldór Arnar Hilmisson gerði út um leikinn þegar 20 mínútur voru eftir og var Fylkir mun nær því að bæta við mörkum en Breiðablik að minnka muninn.

Handbragð Ólafs Þórðarson er strax farið á sjást á liði Fylkis þar sem menn berjast hver fyrir annan auk þess að kunna ýmislegt fyrir sér í fótbolta og geta sótt hratt. Liðið verst vel með sterka menn í flestum stöðum en Blikar vilja eflaust gleyma þessum leik sem fyrst þar sem liðið lék sinn versta leik á tímabilinu til þessa.

Baráttuna vantaði í lið Breiðablik og fyrir utan markið í fyrri hálfleik og góðan kafla í kjölfarið sýndi liðið fátt sem gladdi stuðningsmenn liðsins.

Fylkir-Breiðablik 3-1

0-1 Alfreð Finnbogason (12.)

1-1 Kjartan Ágúst Breiðdal (35.)

2-1 Valur Fannar Gíslason (38.)

3-1 Halldór Arnar Hilmisson (71.)

Fylkisvöllur. Áhorfendur: 1.357

Dómari: Örvar Sær Gíslason (7)

Skot (á mark): 7-7(4-5)

Varin skot: Fjalar 4 - Ingvar 1

Aukaspyrnur fengnar: 12-13

Horn: 4-9

Rangstöður: 5-0

Fylkir 4-4-2:

Fjalar Þorgeirsson 6

Andrés Már Jóhannesson 6

Kristján Valdimarsson 7

Einar Pétursson 7

Tómar Þorsteinsson 5

Ingimundur Níels Óskarsson 7

(89. Theódór Óskarsson -)

Ásgeir Börkur Ásgeirsson 5

(79. Ólafur Ingi Stígsson -)

Valur Fannar Gíslason 7

Kjartan Ágúst Breiðdal 8 - maður leiksins

Pape Mamadou Faye 5

Halldór Arnar Hilmisson 6

(83. Þórir Hannesson -)

Breiðablik 4-3-3:

Ingvar Þór Kale 5

Árni Kristinn Gunnarsson 3

(46. Guðjón Gunnarsson 4)

Guðmann Þórisson 4

Kári Ársælsson 5

Kristinn Jónsson 4

(85. Aron Már Smárason -)

Finnur Orri Margeirsson 4

Guðmundur Kristjánsson 4

Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5

Kristinn Steindórsson 4

Alfreð Finnbogason 4

Olgeir Sigurgeirsson 2

(80. Arnar Sigurðsson -)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×