Erlent

Eldflaugum rigndi yfir Peshawar

MYND/AP

Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að eldflaugaárás var gerð á pakistönsku borgina Peshawar í morgun. Lögreglustjórinn í borginni segir að um tólf flaugar hafi lent víðsvegar um borgina snemma í morgun.

Peshawar er stærsta borgin í Swat dalnum þar sem bandaríkjamenn hafa staðið í miklum hernaðaraðgerðum síðustu vikur og mánuði. Enginn hefur enn lýst ábyrgð sinni á árásunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×