Enski boltinn

Forréttindi að vera undir stjórn Ferguson

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronaldo með verðlaunin sín.
Ronaldo með verðlaunin sín.

„Þetta er draumur sem hefur ræst hjá mér að fá þessi verðlaun. Ég vil tileinka þau fjölskyldu minni," sagði Cristiano Ronaldo sem útnefndur var besti leikmaður heims 2008 í kvöld.

„Það er einnig satt að knattspyrnustjórinn (Sir Alex Ferguson) hefur spilað stórt hlutverk í þessu. Ég átti frábært tímabil og liðið í heild sinni og þjálfarinn spilaði stóra rullu því ég hef lært mikið af honum," sagði Ronaldo. „Hann býr yfir mikilli reynslu og það eru forréttindi að vera undir stjórn svona knattspyrnustjóra. Ég er heppinn að vera hluti á félags eins og Manchester United."

Ronaldo er annar portúgalski leikmaðurinn á eftir Luis Figo sem hlýtur þessi verðlaun. Þá er hann fyrsti leikmaður Manchester United sem fær þau en fyrst var byrjað að veita verðlaunin 1991.

Ronaldo hlaut 935 atkvæði en Lionel Messi hjá Barcelona varð annar með 678 atkvæði. Fernando Torres hjá Liverpool var með 203 og þar á eftir Kaka hjá AC Milan með 183 og Xavi Hernandez hjá Barcelona með 155.


Tengdar fréttir

Ronaldo bestur í heimi

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, er besti knattspyrnumaður heims. Þetta var opinberað á árlegu hófi FIFA sem fram fór í kvöld.

Ólafur valdi Torres bestan

Cristiano Ronaldo var í kvöld kjörinn knattspyrnumaður ársins í heiminum 2008. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, og Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði, höfðu báðir atkvæðisrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×