Argentína og Hondúras á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2009 09:00 Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu fagnar sigrinum í gær. Nordic Photos / AFP Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira