Argentína og Hondúras á HM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2009 09:00 Diego Maradona landsliðsþjálfari Argentínu fagnar sigrinum í gær. Nordic Photos / AFP Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982. Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira
Argentína og Hondúras tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni HM sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Argentína vann 1-0 sigur á Úrúgvæ en það var varamaðurinn Mario Bolatti sem skoraði eina mark leiksins á 84. mínútu. Leikurinn var þrunginn taugaspennu og litu afar fá færi dagsins ljós. Vendipunktur leiksins var þegar að Úrúgvæinn Martin Cacares fékk að líta rauða spjaldið á 84. mínútu fyrir sína aðra áminningu. Mark Argentínu kom í kjölfar aukaspyrnunnar sem dæmd var á Cacares og þar við sat. Fögnuður Argentínumanna var mikill í leikslok en heimamenn voru afar ósáttir. Cristian Rodriguez fékk til að mynda að líta beint rautt spjald hjá dómara leiksins eftir að leiknum lauk fyrir kjaftbrúk. Þar sem Chile vann Ekvador á sama tíma í gær varð Úrúgvæ í fimmta sæti riðilsins og á því enn möguleika á að komast á HM. Liðið mætir Kosturíku í umspili í næsta mánuði. Það var einnig mikil dramatík í Norður- og Mið-Ameríku riðlinum. Kostaríka og Hondúras voru að berjast um þriðja sæti riðilsins og það síðasta sem veitti beinan þátttökurétt á HM. Kostaríka var með tveggja stiga forystu á Hondúras fyrir leiki gærkvöldsins. Hondúras vann sinn leik, 1-0 gegn El Salvador. Þar sem Hondúras var með betra markahlutfall en Kostaríka dugði síðarnefnda liðinu ekki jafntefli í sínum leik en liðið mætti Bandaríkjunum á útivelli. Það leit reyndar vel út fyrir Kosturíku því liðið komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik með mörkum Bryan Ruiz. En Michael Bradley minnkaði muninn fyrir Bandaríkjamenn á 72. mínútu og Jonathan Bornstein tryggði þeim svo jafntefli á fimmtu mínútu uppbótartíma leiksins. Um leið tryggði Bornstein Hondúras farseðilinn til Suður-Afríku. Það var hinn 36 ára gamli Carlos Pavon sem skoraði sigurmark Hondúras í gær og er hann markahæsti leikmaður undankeppninnar í Norður- og Mið-Ameríku með sjö mörk í tíu leikjum. Þetta er í annað sinn sem Hondúras kemst á HM en síðast gerðist það árið 1982.
Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Sjá meira