Umfjöllun: Blikarnir sóttu stig í Laugardalinn Ómar Þorgeirsson skrifar 1. júní 2009 18:15 Alfreð Finnbogason og Auðun Helgason í leik liðanna í fyrra. Mynd/Stefán Breiðablik náði að kría fram jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli í kvöld en Framararnir voru sterkari aðilinn á löngum köflum í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fjörlega af stað í Laugardalnum í kvöld þegar Paul McShane átti skot í slá og yfir strax á annarri mínútu. Atvikið átti þó alls ekki eftir að gefa til kynna um það sem koma skyldi í fyrri hálfleik því leikur liðanna var þá bragðdaufur með eindæmum. Blikar urðu vissulega fyrir blóðtöku þegar Guðmundur Kristjánsson fór meiddur af velli eftir stundarfjórðung eftir grófa tæklingu frá Paul McShane en Blikar voru langt frá sínu besta. Blikarnir voru satt best að segja í tómu tjóni í fyrri hálfleik og sóknarleikur þeirra var allt annað en sannfærandi. Ungir og jafnan sprækir sóknarmenn liðsins fundu sig engan veginn og varnarmenn Fram þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega voru Framarar þó ekki nógu sannfærandi en á 37. mínútu var varnarmaðurinn Auðun Helgason nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar hann átti skalla í stöng eftir hornspyrnu. Staðan í hálfleik var því markalaus en Framarar áttu eins og segir tvö bestu færi fyrri hálfleiksins. Blikarnir voru einnig bitlausir framan af seinni hálfleik og Framarar virkuðu líklegri til þess að skora, sem þeir og gerðu á 62. mínútu. Fram fékk þá aukaspyrnu úti á kanti og boltinn barst til Auðuns Helgasonar sem nikkaði hann með höfðinu beint fyrir lappirnar á Hjálmari Þórarinssyni sem var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Blikar hresstust eitthvað við að lenda undir og fóru að leika boltanum betur innan liðsins og meiri hreyfing var á boltalausum mönnum. Jöfnunarmarkið kom þó nokkuð óvænt á 72. mínútu en fram að því voru Framarar búnir að lenda í svo til litlum vandræðum með sóknaraðgerðir Breiðabliks. Breiðablik fékk þá hornspyrnu og eftir hana barst boltinn aftur til Kristins Jónssonar sem sendi á varnarmanninn Kára Ársælsson sem var óvaldaður í teig Framara og þakkaði fyrir sig með því að skalla í netið, 1-1. Leikurinn varð töluvert opnari eftir jöfnunarmark Blika en Framarar voru þó sem fyrr sterkari aðilinn. Það dugði hins vegar ekki til þess að taka öll stigin í kvöld og niðurstaðan jafntefli. Tölfræðin: Fram - Breiðablik 1-11-0 Hjálmar Þórarinsson (62.), 1-1 Kári Ársælsson (72.). Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 892 Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 11-7 (8-5) Varin skot: Hannes Þór 4 - Ingvar Þór 5 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar:19-16 Rangstöður: 4-2 Fram (4-5-1):Hannes Þór Halldórsson 6 Almarr Ormarsson 5*Auðun Helgason 7 - Maður leiksins (88., Jón Guðni Fjóluson -) Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 5 Ívar Björnsson 4 (81., Heiðar Geir Júlíusson -) Halldór Jónsson 5 Paul McShane 5 Daði Guðmundsson 4 Joseph Tillen 5 Hjálmar Þórarinsson 7 Breiðablik (4-5-1):Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sv. Aðalsteinsson 6 Kári Ársælsson 7 Guðmann Þórisson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson - (15., Olgeir Sigurgeirsson 5) Alfreð Finnbogason 5 Guðjón Gunnarsson 3 Kristinn Steindórsson 4 (66., Evan Schwartz 4) Haukur Baldvinsson 3 (88. Elfar Freyr Helgason -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur Örlygsson: Orðinn þreyttur á að segjast ekki vera sáttur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki jafn sáttur og kollegi hans hjá Blikunum í leikslok í kvöld enda Framarar sterkari aðilinn á stórum köflum í leiknum. 1. júní 2009 21:46 Ólafur Kristjánsson: Sáttur með stigið eftir að lenda undir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með viðsnúninginn hjá sínum mönnum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld. Blikarnir fundu sig illa í fyrri hálfleik og lentu svo marki undir í seinni hálfleik en náðu að klóra sig til baka inn í leikinn og tryggja sér jafntefli. 1. júní 2009 21:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Breiðablik náði að kría fram jafntefli gegn Fram á Laugardalsvelli í kvöld en Framararnir voru sterkari aðilinn á löngum köflum í leiknum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Leikurinn fór fjörlega af stað í Laugardalnum í kvöld þegar Paul McShane átti skot í slá og yfir strax á annarri mínútu. Atvikið átti þó alls ekki eftir að gefa til kynna um það sem koma skyldi í fyrri hálfleik því leikur liðanna var þá bragðdaufur með eindæmum. Blikar urðu vissulega fyrir blóðtöku þegar Guðmundur Kristjánsson fór meiddur af velli eftir stundarfjórðung eftir grófa tæklingu frá Paul McShane en Blikar voru langt frá sínu besta. Blikarnir voru satt best að segja í tómu tjóni í fyrri hálfleik og sóknarleikur þeirra var allt annað en sannfærandi. Ungir og jafnan sprækir sóknarmenn liðsins fundu sig engan veginn og varnarmenn Fram þurftu ekkert að hafa fyrir hlutunum. Sóknarlega voru Framarar þó ekki nógu sannfærandi en á 37. mínútu var varnarmaðurinn Auðun Helgason nálægt því að skora fyrsta mark leiksins þegar hann átti skalla í stöng eftir hornspyrnu. Staðan í hálfleik var því markalaus en Framarar áttu eins og segir tvö bestu færi fyrri hálfleiksins. Blikarnir voru einnig bitlausir framan af seinni hálfleik og Framarar virkuðu líklegri til þess að skora, sem þeir og gerðu á 62. mínútu. Fram fékk þá aukaspyrnu úti á kanti og boltinn barst til Auðuns Helgasonar sem nikkaði hann með höfðinu beint fyrir lappirnar á Hjálmari Þórarinssyni sem var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Blikar hresstust eitthvað við að lenda undir og fóru að leika boltanum betur innan liðsins og meiri hreyfing var á boltalausum mönnum. Jöfnunarmarkið kom þó nokkuð óvænt á 72. mínútu en fram að því voru Framarar búnir að lenda í svo til litlum vandræðum með sóknaraðgerðir Breiðabliks. Breiðablik fékk þá hornspyrnu og eftir hana barst boltinn aftur til Kristins Jónssonar sem sendi á varnarmanninn Kára Ársælsson sem var óvaldaður í teig Framara og þakkaði fyrir sig með því að skalla í netið, 1-1. Leikurinn varð töluvert opnari eftir jöfnunarmark Blika en Framarar voru þó sem fyrr sterkari aðilinn. Það dugði hins vegar ekki til þess að taka öll stigin í kvöld og niðurstaðan jafntefli. Tölfræðin: Fram - Breiðablik 1-11-0 Hjálmar Þórarinsson (62.), 1-1 Kári Ársælsson (72.). Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 892 Dómari: Valgeir Valgeirsson (5) Skot (á mark): 11-7 (8-5) Varin skot: Hannes Þór 4 - Ingvar Þór 5 Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar:19-16 Rangstöður: 4-2 Fram (4-5-1):Hannes Þór Halldórsson 6 Almarr Ormarsson 5*Auðun Helgason 7 - Maður leiksins (88., Jón Guðni Fjóluson -) Kristján Hauksson 6 Sam Tillen 5 Ívar Björnsson 4 (81., Heiðar Geir Júlíusson -) Halldór Jónsson 5 Paul McShane 5 Daði Guðmundsson 4 Joseph Tillen 5 Hjálmar Þórarinsson 7 Breiðablik (4-5-1):Ingvar Þór Kale 7 Arnór Sv. Aðalsteinsson 6 Kári Ársælsson 7 Guðmann Þórisson 6 Kristinn Jónsson 7 Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson - (15., Olgeir Sigurgeirsson 5) Alfreð Finnbogason 5 Guðjón Gunnarsson 3 Kristinn Steindórsson 4 (66., Evan Schwartz 4) Haukur Baldvinsson 3 (88. Elfar Freyr Helgason -) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Breiðablik. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorvaldur Örlygsson: Orðinn þreyttur á að segjast ekki vera sáttur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki jafn sáttur og kollegi hans hjá Blikunum í leikslok í kvöld enda Framarar sterkari aðilinn á stórum köflum í leiknum. 1. júní 2009 21:46 Ólafur Kristjánsson: Sáttur með stigið eftir að lenda undir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með viðsnúninginn hjá sínum mönnum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld. Blikarnir fundu sig illa í fyrri hálfleik og lentu svo marki undir í seinni hálfleik en náðu að klóra sig til baka inn í leikinn og tryggja sér jafntefli. 1. júní 2009 21:33 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson: Orðinn þreyttur á að segjast ekki vera sáttur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var ekki jafn sáttur og kollegi hans hjá Blikunum í leikslok í kvöld enda Framarar sterkari aðilinn á stórum köflum í leiknum. 1. júní 2009 21:46
Ólafur Kristjánsson: Sáttur með stigið eftir að lenda undir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með viðsnúninginn hjá sínum mönnum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld. Blikarnir fundu sig illa í fyrri hálfleik og lentu svo marki undir í seinni hálfleik en náðu að klóra sig til baka inn í leikinn og tryggja sér jafntefli. 1. júní 2009 21:33