Fíkniefnamarkaðurinn afar ábatasamur 23. september 2009 09:50 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. „Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er mjög ábatasamur. Hér á landi er að finna fólk sem auðgast hefur gríðarlega á innflutningi og sölu fíkniefna. Umsvif erlendra hópa, einkum frá Litháen, hafa einnig verið áberandi," sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, í ræðu sem hann flutti á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í gær. Umræðuefni málþingsins var „Er skipulögð glæpastarfsemi raunveruleg ógn á Íslandi?". Haraldur sagði það vera niðurstöðu sína að þessari spurningu bæri að svara játandi. Á síðustu árum hefði orðið algjör grundvallarbreyting á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Hún væri skipulagðri en áður auk þess nýir aðilar létu nú til sín taka á þessum vettvangi. Haraldur sagði skipulagða glæpastarfsemi vera raunveruleg ógn. „Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld á Íslandi og almenningur allur verður að horfast í augu við; þetta er veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er hér um að ræða þróun sem sjálfsagt og mikilvægt er að upplýsa fólkið í landinu um," sagði Haraldur. Ríkislögreglustjóri fjallaði einnig í ræðu sinni um um greiningardeild ríkislögreglustjóra, alþjóðavæðingu skipulagðrar glæpastarfsemi, mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði löggæslunnar og áhrif efnahagshrunsins á Íslandi. „Mikilvægi alþjóðasamvinnu á sviði löggæslu fer vaxandi með degi hverjum. Þátttaka í slíku samstarfi krefst sérþekkingar, hún krefst mannafla og, já, hún kostar peninga. Ætli Íslendingar sér að takast á við þann vaxandi vanda sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér verður það aldrei gert án traustrar og víðtækrar samvinnu við erlendar löggæslustofnanir. Tal um annað er í besta falli til marks um þekkingarskort í því versta birtingarmynd sjálfsblekkingar," sagði Haraldur. Ræðuna er hægt að lesa hér. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er mjög ábatasamur. Hér á landi er að finna fólk sem auðgast hefur gríðarlega á innflutningi og sölu fíkniefna. Umsvif erlendra hópa, einkum frá Litháen, hafa einnig verið áberandi," sagði Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, í ræðu sem hann flutti á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í gær. Umræðuefni málþingsins var „Er skipulögð glæpastarfsemi raunveruleg ógn á Íslandi?". Haraldur sagði það vera niðurstöðu sína að þessari spurningu bæri að svara játandi. Á síðustu árum hefði orðið algjör grundvallarbreyting á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Hún væri skipulagðri en áður auk þess nýir aðilar létu nú til sín taka á þessum vettvangi. Haraldur sagði skipulagða glæpastarfsemi vera raunveruleg ógn. „Skipulögð glæpastarfsemi er raunveruleiki sem stjórnvöld á Íslandi og almenningur allur verður að horfast í augu við; þetta er veruleiki sem kallar á viðbrögð af margvíslegum toga og síðast en ekki síst er hér um að ræða þróun sem sjálfsagt og mikilvægt er að upplýsa fólkið í landinu um," sagði Haraldur. Ríkislögreglustjóri fjallaði einnig í ræðu sinni um um greiningardeild ríkislögreglustjóra, alþjóðavæðingu skipulagðrar glæpastarfsemi, mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á sviði löggæslunnar og áhrif efnahagshrunsins á Íslandi. „Mikilvægi alþjóðasamvinnu á sviði löggæslu fer vaxandi með degi hverjum. Þátttaka í slíku samstarfi krefst sérþekkingar, hún krefst mannafla og, já, hún kostar peninga. Ætli Íslendingar sér að takast á við þann vaxandi vanda sem skipulögð glæpastarfsemi hefur í för með sér verður það aldrei gert án traustrar og víðtækrar samvinnu við erlendar löggæslustofnanir. Tal um annað er í besta falli til marks um þekkingarskort í því versta birtingarmynd sjálfsblekkingar," sagði Haraldur. Ræðuna er hægt að lesa hér.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira